Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:51 Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Bombardier Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira