Risahótel Ólafs Ólafssonar ætlað fyrir gesti sem vilja týna sér í náttúrunni Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2017 16:00 Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu lúxushóteli félags Ólafs Ólafssonar á Snæfellsnesi. Johannes Torpe Studios/Ikonoform Hundrað og fimmtíu herbergja lúxushótel og heilsulind mun rísa á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi gangi áform fasteignafélagsins Festi eftir. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar aðaleiganda Samskipa. Danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios er annar þeirra aðila sem tók þátt í hönnunarsamkeppni Festis vegna hótelsins og heilsulindar. Heilsulindin verður 800 fermetrar að stærð ásamt lóni sem verður eitt þúsund fermetrar að stærð. Myndirnar sem fylgja eru frá tillögu Johannes Torpe Studios. Enn á eftir að taka afstöðu til tillagna en arkitektastofan Gláma Kím tók einnig þátt í keppninni.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ tilkynningu frá dönsku hönnunarstofunni kemur fram að innblástur að verkefninu hafi verið fenginn úr sögu Bárðar Snæfellsáss, sem ákvað að yfirgefa jarðir sínar og hverfa í Snæfellsjökul sökum þess að hann ætti ekki skap með mönnum.Johannes Torpe Studios/IkonoformEr verkefnið titlað The Red Mountain Resort og sagt afdrep fyrir fólk sem hverfa úr daglegu amstri og týna sér i íslenskri náttúru.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ umsögn um verkefnið kemur fram að náttúran muni leika stórt hlutverk á þessu hóteli en byggingin muni þó veita gestum skjól fyrir harðneskjunni. Mikið útsýni verður frá hóteli og mun manngerða lónið flæða í gegnum móttöku þess, og þannig afmá mörkin milli þess að vera innan- og utandyra.Johannes Torpe Studios/Ikonoform„Við vildum skapa þá sjónhverfingu að fólki líði eins og það sé að ganga inn í aðra veröld þegar það mætir á hótelið. Veröld sem virkjar skynfæri gesta á þann hátt sem er ekki mögulegt í daglegu amstri,“ er haft eftir Johannes Torpe.Johannes Torpe Studios/IkonoformTilkynning frá Festi vegna málsins:Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.Það er ljóst að verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi. Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hundrað og fimmtíu herbergja lúxushótel og heilsulind mun rísa á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi gangi áform fasteignafélagsins Festi eftir. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar aðaleiganda Samskipa. Danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios er annar þeirra aðila sem tók þátt í hönnunarsamkeppni Festis vegna hótelsins og heilsulindar. Heilsulindin verður 800 fermetrar að stærð ásamt lóni sem verður eitt þúsund fermetrar að stærð. Myndirnar sem fylgja eru frá tillögu Johannes Torpe Studios. Enn á eftir að taka afstöðu til tillagna en arkitektastofan Gláma Kím tók einnig þátt í keppninni.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ tilkynningu frá dönsku hönnunarstofunni kemur fram að innblástur að verkefninu hafi verið fenginn úr sögu Bárðar Snæfellsáss, sem ákvað að yfirgefa jarðir sínar og hverfa í Snæfellsjökul sökum þess að hann ætti ekki skap með mönnum.Johannes Torpe Studios/IkonoformEr verkefnið titlað The Red Mountain Resort og sagt afdrep fyrir fólk sem hverfa úr daglegu amstri og týna sér i íslenskri náttúru.Johannes Torpe Studios/IkonoformÍ umsögn um verkefnið kemur fram að náttúran muni leika stórt hlutverk á þessu hóteli en byggingin muni þó veita gestum skjól fyrir harðneskjunni. Mikið útsýni verður frá hóteli og mun manngerða lónið flæða í gegnum móttöku þess, og þannig afmá mörkin milli þess að vera innan- og utandyra.Johannes Torpe Studios/Ikonoform„Við vildum skapa þá sjónhverfingu að fólki líði eins og það sé að ganga inn í aðra veröld þegar það mætir á hótelið. Veröld sem virkjar skynfæri gesta á þann hátt sem er ekki mögulegt í daglegu amstri,“ er haft eftir Johannes Torpe.Johannes Torpe Studios/IkonoformTilkynning frá Festi vegna málsins:Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.Það er ljóst að verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.
Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07