Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti í mars í fyrra að hvalveiðum fyrirtækisins yrði hætt sökum markaðsaðstæðna í Japan. vísir/anton brink Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30