Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 19:30 Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf. 365/Anton Brink Frystar hvalaafurðir Hvals hf á síðasta ári voru metnar á 3,6 milljarða króna á síðasta fjárhagsári. Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan og mun taka nokkrun tíma að klára birgðirnar. Frá árinu 2013 til september loka 2015 veiddi Hvalur h/f 426 dýr. Óseldar birgðir fyrirtækisins voru fyrir tveimur árum metnar á 1,8 milljarða króna en eru nú metnar á 3,6 milljarða. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015 nam hagnaður fyrirtækisins 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan og skýrist hagnaðurinn alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. en það á 33,7% hlut í HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni. Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin sem rekur meðal rekstur hvalveiðiskip Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 26 milljarða en skuldir þess námu 9,9 milljörðum. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum arð, alls 800 milljónir fyrr á þessu ári. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið greitt hluthöfum sínum 2,6 milljarða í arð. Það mun taka fyrirtækið nokurn tíma að klára þær birgðir sem það á eftir síðasta ár en hindranir á Japansmarkaði hafa gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað þar. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals við vinnslu fréttarinnar en í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum sagði hann að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu vitað hvað var í vændum í Japan. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Frystar hvalaafurðir Hvals hf á síðasta ári voru metnar á 3,6 milljarða króna á síðasta fjárhagsári. Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan og mun taka nokkrun tíma að klára birgðirnar. Frá árinu 2013 til september loka 2015 veiddi Hvalur h/f 426 dýr. Óseldar birgðir fyrirtækisins voru fyrir tveimur árum metnar á 1,8 milljarða króna en eru nú metnar á 3,6 milljarða. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015 nam hagnaður fyrirtækisins 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan og skýrist hagnaðurinn alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. en það á 33,7% hlut í HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni. Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin sem rekur meðal rekstur hvalveiðiskip Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 26 milljarða en skuldir þess námu 9,9 milljörðum. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum arð, alls 800 milljónir fyrr á þessu ári. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið greitt hluthöfum sínum 2,6 milljarða í arð. Það mun taka fyrirtækið nokurn tíma að klára þær birgðir sem það á eftir síðasta ár en hindranir á Japansmarkaði hafa gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað þar. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals við vinnslu fréttarinnar en í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum sagði hann að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu vitað hvað var í vændum í Japan.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira