Framlengt hjá Ísrael og Georgíu | Ítalir tapa aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 21:00 Vísir/getty Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Sjá meira
Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Sjá meira
Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54