Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2017 23:36 Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.” Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var létt yfir forstjórum álfyrirtækjanna þriggja á Íslandi eftir stjórnarfund Samáls í vikunni en þau Ragnar Guðmundsson á Grundartanga, Rannveig Rist í Straumsvík og Magnús Ásmundsson á Reyðarfirði horfa nú öll fram á bætt rekstrarumhverfi. Heimsmarkaðsverð á áli var á síðasta ári að meðaltali í kringum 1.600 dollarar tonnið en er nú komið yfir 2.100 dollara, sem er yfir þrjátíu prósenta hækkun.Forystumenn íslenska áliðnaðarins eftir stjórnarfund Samáls í vikunni. Frá vinstri: Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, og Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir hækkunina meðal annars skýrast af aukinni notkun áls í bílaframleiðslu en ál sé notað til að létta bílana. Rafbílar eins og Tesla séu til dæmis nær eingöngu framleiddir úr áli en því léttari sem rafbílar séu komist þeir lengra á hleðslunni. Þá hafi Kínverjar verið að loka koladrifnum álverum vegna mengunar en Pétur segir þau losa tífalt meira en þau íslensku. Háværar raddir séu í Kína um að draga úr mengun, þar hafi menn verið að stíga á bremsurnar og það hafi haft töluverð áhrif á markaðinn.Frá álverinu í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Svo umfangsmikill er ál- og orkuiðnaðurinn hérlendis að hann hefur verið talin þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi; á móti ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þrjátíu prósenta verðhækkun áls hefur því umtalsverð áhrif. „Þetta er auðvitað mikil innspýting í efnahagslífið og auðvitað styrkir stoðir áliðnaðar,” segir Pétur. Hann segir útflutning áls nema yfir 200 milljörðum króna á ári, þar af falli um 90 milljarðar til á Íslandi, mest til orkufyrirtækjanna, sem eiga mikið undir því að álverð haldist hátt. „Þau eru öll tengd álverði á einhvern hátt þótt dregið hafi úr því á síðustu árum. Þannig að þetta eru mjög góð tíðindi þar líka.”
Tengdar fréttir Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39 Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Álverð gæti hækkað á næstunni Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið jafn hátt síðan í nóvember 2014. 14. ágúst 2017 14:39
Raforkan mun ráða verðmiða álversins Sérfræðingur í orkumálum segir erfitt að spá um hvaða fyrirtæki gætu haft áhuga á að kaupa álverið í Straumsvík. Sé kaupskylda á raforku á móðurfélaginu Rio Tinto sé mjög ólíklegt að því verði lokað. 8. september 2017 06:00