Raforkan mun ráða verðmiða álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 8. september 2017 06:00 Rio Tinto Alcan hyggst selja álverið í Straumsvík og leitar nú tilboða í það. VÍSIR/VILHELM „Það er möguleiki að selja þetta álver en kaupverðið verður kannski ekki mjög hátt. Ég sé ekki hver gæti haft áhuga en það eru stórir álframleiðendur eins og Norsk Hydro og Rusal sem hefur gengið vel upp á síðkastið með hækkandi álverði,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, um ákvörðun Rio Tinto um að leita tilboða í álverið í Straumsvík. „Það hversu áhugavert álverið er ræðst fyrst og fremst af raforkusamningnum við Landsvirkjun og raforkuverðinu. Af því að það er hátt miðað við hin álverin mun það hafa áhrif,“ segir Ketill. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag engar áhyggjur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins væri mikil, það noti endurnýjanlega raforku úr vatnsaflsvirkjunum og framleiði virðisaukandi sérvöru.Ketill Sigurjónsson„Ef álverð helst svipað og það er núna ætti þetta álver að skila hagnaði og þá er ekki tilefni til að loka því,“ segir Ketill og bendir á að álverið og Landsvirkjun hafi ekki viljað svara því hvort samið hafi verið um kaupskyldu móðurfélagsins Rio Tinto á raforku út 2036. „Í eldri samningi var kaupskylda á móðurfélaginu þannig að það var í raun óraunhæft að loka álverinu og betra að halda áfram og framleiða. Ef þessi kaupskylda er til staðar þá er mjög ólíklegt að þetta álver loki.“ Gildandi raforkusamningi var breytt í desember 2014 eftir að ljóst var að markmið um framleiðsluaukningu í Straumsvík, sem ráðist var í eftir að tillaga um stækkun álversins var felld af íbúum Hafnarfjarðar árið 2007, náðist ekki að fullu. Rio Tinto fékk að skila 35 megavöttum af afli en Landsvirkjun hafði reist Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Kostnaður álversins við verkefnið nam meira en 60 milljörðum króna eða á við samanlagðan hagnað þess yfir tíu árin þar á undan. Niðurstaðan varð átta prósenta framleiðsluaukning en ekki 20 eins og stefnt var að þegar samningurinn var undirritaður árið 2010. „Það var ekki að ástæðulausu að það var lögð svona mikil áhersla á að ná meiru út úr álverinu. Það er því rökrétt ályktun að álverið sé ekki jafn hagkvæmt og mörg önnur álver í heiminum.“ Fyrirtækið var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur verksmiðjunnar í Straumsvík námu þá 387 milljónum dala og drógust saman um fimmtán prósent frá fyrra ári. Í skriflegu svari Rannveigar við fyrirspurn blaðsins í júní síðastliðnum sagði hún að afkomuna í fyrra mætti að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs. Benti Rannveig á að verðið hefur hækkað umtalsvert síðan seint á síðasta ári en að sterk staða krónunnar hefði einnig áhrif til hins verra. Árið 2012 var álverið rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Ráðist var í miklar aðhalds- og sparnaðaraðgerðir og þurfti að ganga lengra í þeim efnum en áður. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2013. Var tapið mest árið 2013 eða 32 milljónir dala sem jafngilti þá 3,7 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Það er möguleiki að selja þetta álver en kaupverðið verður kannski ekki mjög hátt. Ég sé ekki hver gæti haft áhuga en það eru stórir álframleiðendur eins og Norsk Hydro og Rusal sem hefur gengið vel upp á síðkastið með hækkandi álverði,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, um ákvörðun Rio Tinto um að leita tilboða í álverið í Straumsvík. „Það hversu áhugavert álverið er ræðst fyrst og fremst af raforkusamningnum við Landsvirkjun og raforkuverðinu. Af því að það er hátt miðað við hin álverin mun það hafa áhrif,“ segir Ketill. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag engar áhyggjur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins væri mikil, það noti endurnýjanlega raforku úr vatnsaflsvirkjunum og framleiði virðisaukandi sérvöru.Ketill Sigurjónsson„Ef álverð helst svipað og það er núna ætti þetta álver að skila hagnaði og þá er ekki tilefni til að loka því,“ segir Ketill og bendir á að álverið og Landsvirkjun hafi ekki viljað svara því hvort samið hafi verið um kaupskyldu móðurfélagsins Rio Tinto á raforku út 2036. „Í eldri samningi var kaupskylda á móðurfélaginu þannig að það var í raun óraunhæft að loka álverinu og betra að halda áfram og framleiða. Ef þessi kaupskylda er til staðar þá er mjög ólíklegt að þetta álver loki.“ Gildandi raforkusamningi var breytt í desember 2014 eftir að ljóst var að markmið um framleiðsluaukningu í Straumsvík, sem ráðist var í eftir að tillaga um stækkun álversins var felld af íbúum Hafnarfjarðar árið 2007, náðist ekki að fullu. Rio Tinto fékk að skila 35 megavöttum af afli en Landsvirkjun hafði reist Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Kostnaður álversins við verkefnið nam meira en 60 milljörðum króna eða á við samanlagðan hagnað þess yfir tíu árin þar á undan. Niðurstaðan varð átta prósenta framleiðsluaukning en ekki 20 eins og stefnt var að þegar samningurinn var undirritaður árið 2010. „Það var ekki að ástæðulausu að það var lögð svona mikil áhersla á að ná meiru út úr álverinu. Það er því rökrétt ályktun að álverið sé ekki jafn hagkvæmt og mörg önnur álver í heiminum.“ Fyrirtækið var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur verksmiðjunnar í Straumsvík námu þá 387 milljónum dala og drógust saman um fimmtán prósent frá fyrra ári. Í skriflegu svari Rannveigar við fyrirspurn blaðsins í júní síðastliðnum sagði hún að afkomuna í fyrra mætti að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs. Benti Rannveig á að verðið hefur hækkað umtalsvert síðan seint á síðasta ári en að sterk staða krónunnar hefði einnig áhrif til hins verra. Árið 2012 var álverið rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Ráðist var í miklar aðhalds- og sparnaðaraðgerðir og þurfti að ganga lengra í þeim efnum en áður. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2013. Var tapið mest árið 2013 eða 32 milljónir dala sem jafngilti þá 3,7 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira