Ísland - ekki eyland á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar