Ísland - ekki eyland á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar