Sjálfbært laxeldi Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Framleiðsla á eldislaxi á undir högg að sækja í mörgum löndum vegna lúsafaraldurs og sjúkdóma í opnum sjókvíunum, sem gerist þrátt fyrir lúsaeitrun og mótvægisaðgerðir. Þó nýjustu tækni sé beitt, þá eru nýleg dæmi um að kvíar hafi eyðilagst vegna mannlegra mistaka, veðurs og sjólags og hundruð þúsunda laxa sloppið. Í Noregi eru einstakir villtir laxastofnar í mörgum laxveiðiám að hverfa vegna erfðamengunar við eldislax. Hér á Íslandi er reynslan sú sama; fiskur sleppur, erfðamengun og lúsin herjar. Í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldið eru leiðir nefndar til að lágmarka skaðvænleg umhverfisáhrif, og að ásættanlegur fjöldi eldislaxa verði að hámarki 4% laxa í veiðiám og laxeldi sé ekki í nálægð við laxveiðiár. Talið er að íslenski laxastofninn sé um 120 þúsund fiskar og 4% eru því allt að fimm þúsund eldislaxar sem svamli um í íslenskum laxveiðiám með óhjákvæmilegri erfðablöndun. Skaðvænleg áhrif geta náð til allra veiðiáa landsins samkvæmt áhættumatinu og nýrri skýrslu Hafró, en árið 2003 slapp fiskur frá Norðfirði, sem veiddist í ám í Vopnafirði og víðar. Hér er teflt á tæpasta vað, enda sýnir reynslan að þrátt fyrir ofangreind viðmið er yfirvofandi hætta á óafturkræfu tjóni. Laxeldi í opnum sjókvíum er ekki sjálfbært og mengun frá því skaðar lífríkið. Í Alaska og Svíþjóð hefur eldi í opnum sjókvíum verið bannað af þessari ástæðu. Í Noregi hefur frekari útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verið stöðvuð og rannsóknir stórefldar með stefnu á lokuð eldiskerfi sem hafa langtum minni áhrif á umhverfið. Ætla Íslendingar að hefja sókn í laxeldi með úreltum aðferðum með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir náttúruna og búsetuna víða í sveitum landsins? Eða vera í fararbroddi um að virkja bestu tækni í boði sem hefur sjálfbærni og virðingu við náttúru og fólk að leiðarljósi með landeldi eða eldi í lokuðum sjókvíum? Eigum við að sætta okkur við að Norðmenn hefji stórbrotið eldi í íslenskum sjó með aðferðum, sem þeir sjálfir stefna á að leggja af innan fárra ára? Höfundur er stjórnarmaður í Landssambandi veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Framleiðsla á eldislaxi á undir högg að sækja í mörgum löndum vegna lúsafaraldurs og sjúkdóma í opnum sjókvíunum, sem gerist þrátt fyrir lúsaeitrun og mótvægisaðgerðir. Þó nýjustu tækni sé beitt, þá eru nýleg dæmi um að kvíar hafi eyðilagst vegna mannlegra mistaka, veðurs og sjólags og hundruð þúsunda laxa sloppið. Í Noregi eru einstakir villtir laxastofnar í mörgum laxveiðiám að hverfa vegna erfðamengunar við eldislax. Hér á Íslandi er reynslan sú sama; fiskur sleppur, erfðamengun og lúsin herjar. Í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldið eru leiðir nefndar til að lágmarka skaðvænleg umhverfisáhrif, og að ásættanlegur fjöldi eldislaxa verði að hámarki 4% laxa í veiðiám og laxeldi sé ekki í nálægð við laxveiðiár. Talið er að íslenski laxastofninn sé um 120 þúsund fiskar og 4% eru því allt að fimm þúsund eldislaxar sem svamli um í íslenskum laxveiðiám með óhjákvæmilegri erfðablöndun. Skaðvænleg áhrif geta náð til allra veiðiáa landsins samkvæmt áhættumatinu og nýrri skýrslu Hafró, en árið 2003 slapp fiskur frá Norðfirði, sem veiddist í ám í Vopnafirði og víðar. Hér er teflt á tæpasta vað, enda sýnir reynslan að þrátt fyrir ofangreind viðmið er yfirvofandi hætta á óafturkræfu tjóni. Laxeldi í opnum sjókvíum er ekki sjálfbært og mengun frá því skaðar lífríkið. Í Alaska og Svíþjóð hefur eldi í opnum sjókvíum verið bannað af þessari ástæðu. Í Noregi hefur frekari útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verið stöðvuð og rannsóknir stórefldar með stefnu á lokuð eldiskerfi sem hafa langtum minni áhrif á umhverfið. Ætla Íslendingar að hefja sókn í laxeldi með úreltum aðferðum með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir náttúruna og búsetuna víða í sveitum landsins? Eða vera í fararbroddi um að virkja bestu tækni í boði sem hefur sjálfbærni og virðingu við náttúru og fólk að leiðarljósi með landeldi eða eldi í lokuðum sjókvíum? Eigum við að sætta okkur við að Norðmenn hefji stórbrotið eldi í íslenskum sjó með aðferðum, sem þeir sjálfir stefna á að leggja af innan fárra ára? Höfundur er stjórnarmaður í Landssambandi veiðifélaga.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar