Forstjóri Skeljungs hættir Sæunn Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2017 17:03 Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, hefur ákveðið að láta af störfum. vísir/pjetur Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins. Stefnt er að því að innleiðingu ljúki fyrir árslok. Forstjóri félagsins, Valgeir M. Baldursson hefur á þessum tímamótum tilkynnt stjórn að hann gefi ekki kost á sér í starf forstjóra í breyttu skipulagi. Valgeir hefur boðist til að starfa með stjórninni að undirbúningi breytinganna þar til nýr forstjóri yfir breyttu skipulagi hefur verið ráðinn og vera honum innan handar í framhaldinu. Breytingin er þáttur í því að innleiða nýja stefnu Skeljungs sem leggur aukna áherslu á þróun og framrás félagsins. Markmiðið með breytingunni er að stytta boðleiðir, einfalda og auka skilvirkni við ákvarðanatöku og efla þannig sókn félagsins í átt að nýjum mörkuðum segir í tilkynningu. Breytingin felst í því að í stað þess að íslenski og færeyski hluti Skeljungs séu reknir eins og tvö aðskilin fyrirtæki, verður nú litið á alla samstæðuna sem eina heild. Einn forstjóri mun leiða framkvæmdastjórn félagsins. Skipulagið mun byggja á þremur rekstrarstoðum; Færeyjum, Íslandi og þróun, þ.m.t. alþjóðasölu. Stoðsvið verða m.a. fjármál, samskipti og innkaup. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þessi muni hafa umtalsverð áhrif á afkomu Skeljungs til skamms tíma. Hins vegar er búist við að til lengri tíma muni samlegðaráhrif leiða til lægri kostnaðar, með aukinni samvinnu Færeyja og Íslands. „Þegar ég kom til Skeljungs fyrir átta árum síðan stóðum við frammi fyrir miklum áskorunum í rekstri og starfsemi félagsins. Með samstilltu átaki frábærs starfsfólks tókst okkur að koma félaginu í gegnum þær á afar árangursríkan hátt. Nú er rekstur félagsins mjög góður og félagið á góðum stað fyrir þau verkefni sem framundan eru. Með nýju skipulagi og stefnuáherslum er hins vegar kominn tími á nýjar áskoranir fyrir mig og að aðrir taki við taumunum hjá Skeljungi," segir Valgeir M. Baldursson, fráfarandi forstjóri Skeljungs í tilkynningu. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins. Stefnt er að því að innleiðingu ljúki fyrir árslok. Forstjóri félagsins, Valgeir M. Baldursson hefur á þessum tímamótum tilkynnt stjórn að hann gefi ekki kost á sér í starf forstjóra í breyttu skipulagi. Valgeir hefur boðist til að starfa með stjórninni að undirbúningi breytinganna þar til nýr forstjóri yfir breyttu skipulagi hefur verið ráðinn og vera honum innan handar í framhaldinu. Breytingin er þáttur í því að innleiða nýja stefnu Skeljungs sem leggur aukna áherslu á þróun og framrás félagsins. Markmiðið með breytingunni er að stytta boðleiðir, einfalda og auka skilvirkni við ákvarðanatöku og efla þannig sókn félagsins í átt að nýjum mörkuðum segir í tilkynningu. Breytingin felst í því að í stað þess að íslenski og færeyski hluti Skeljungs séu reknir eins og tvö aðskilin fyrirtæki, verður nú litið á alla samstæðuna sem eina heild. Einn forstjóri mun leiða framkvæmdastjórn félagsins. Skipulagið mun byggja á þremur rekstrarstoðum; Færeyjum, Íslandi og þróun, þ.m.t. alþjóðasölu. Stoðsvið verða m.a. fjármál, samskipti og innkaup. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þessi muni hafa umtalsverð áhrif á afkomu Skeljungs til skamms tíma. Hins vegar er búist við að til lengri tíma muni samlegðaráhrif leiða til lægri kostnaðar, með aukinni samvinnu Færeyja og Íslands. „Þegar ég kom til Skeljungs fyrir átta árum síðan stóðum við frammi fyrir miklum áskorunum í rekstri og starfsemi félagsins. Með samstilltu átaki frábærs starfsfólks tókst okkur að koma félaginu í gegnum þær á afar árangursríkan hátt. Nú er rekstur félagsins mjög góður og félagið á góðum stað fyrir þau verkefni sem framundan eru. Með nýju skipulagi og stefnuáherslum er hins vegar kominn tími á nýjar áskoranir fyrir mig og að aðrir taki við taumunum hjá Skeljungi," segir Valgeir M. Baldursson, fráfarandi forstjóri Skeljungs í tilkynningu.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira