Árangursrík stjórnun breytinga Jóhanna Helga Viðarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar