Árangursrík stjórnun breytinga Jóhanna Helga Viðarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Markaðslögmálin hafa breyst talsvert undanfarin ár. Neytendur hafa sífellt meiri völd með tilkomu samfélagsmiðla og auknu aðgengi að upplýsingum. Ef þjónusta fyrirtækis er ekki góð getur ímynd þess beðið alvarlegan hnekki á augabragði. Tækniþróun er ör og viðskiptamódelum hefur verið umbylt. Í þessu viðskiptaumhverfi eru stórar sem smáar breytingar óhjákvæmilegar. Krafa neytenda um ódýrar og vandaðar vörur og framúrskarandi þjónustu er hávær. Fyrirtæki þurfa að bregðast hratt við, aðlagast eða verða undir. Hraði breytinga er orðinn slíkur að erfitt getur reynst fyrir fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína nægjanlega hratt að þeim. Þetta býður illa undirbúnum breytingum og mistökum heim. Mistök sem geta verið dýrkeypt. Koma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur til dæmis hrist rækilega upp í hlutunum – neytendum til góða! Og samkeppnisaðilar bregðast við. Næstu misseri verða mögulega stórir samrunar á íslenskum smásölumarkaði, að því gefnu að þeir hljóti samþykki eftirlitsstofnana. Sem reyndur verkefnisstjóri finnst mér þessar vendingar áhugaverðar út frá fræðum breytingarstjórnunar. Það má nefnilega ekki gleyma að samruni tveggja skipulagsheilda er stór, krefjandi og vandmeðfarin breyting. Til að samruni verði árangursríkur þarf að skoða hvað felst í breytingunni og skilgreina samrunaáætlun sem tekur tillit til ólíkra einkenna vinnustaðamenningar skipulagsheildanna tveggja og þeirra krafta sem eru ríkjandi innan þeirra. Vinnustaðamenningu er ekki breytt í einu vetfangi heldur með því að skapa sameiginlega reynslu og móta ný gildi, hefðir, venjur og ferli innan sameinaðs félags. Allt eru þetta mannlegir og tilfinningalegir þættir sem má móta með aðferðum og aðgerðum út frá fræðum breytingarstjórnunar. Tryggja þarf að ekki komi til ósamræmis í menningu (e. culture clash) en það er ein helsta ástæða þess að samrunar takast illa. Þegar tvær fyrirtækjamenningar stangast á og koma illa saman getur það orsakað vont félagslegt andrúmsloft, slakari afkomu og minni starfsánægju. Rannsóknir sýna að slíkt ástand getur verið dýrkeypt fyrir sameinað félag eða sem nemur allt að 20-30% af hagnaði skipulagsheildarinnar sem var tekin yfir. Þegar koma á meiriháttar breytingum til leiðar innan skipulagsheilda, hvort sem það er samruni eða önnur tegund breytingar, er því mikilvægt að kortleggja núverandi vinnustaðamenningu og huga að breytingum á henni ekki síður en að undirbúa vel verkáætlanir helstu ferla og kerfa.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar