Skotsilfur Markaðarins: Söluferli Lyfju aftur á byrjunarreit Ritstjórn Markaðarins skrifar 25. ágúst 2017 15:30 Eftir að Samkeppniseftirlitið ógilti kaup smásölurisans Haga á Lyfju er sala ríkisfyrirtækisins aftur komin á byrjunarreit. Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun að öllum líkindum boða aftur til opins söluferlis í stað þess að leita til þess fjárfestis sem var með næsthæsta tilboðið í fyrra söluferlinu. Vitað er að það tilboð var umtalsvert lægra en það 6,7 milljarða króna tilboð sem forsvarsmenn Haga, en Finnur Árnason er forstjóri félagsins, gerðu í Lyfju. Efast má um að nokkur annar fjárfestir sé reiðubúinn til þess að greiða svo hátt verð.Kom á óvart Það brá mörgum í brún þegar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins. Ekki þó vegna þess að Margrét sé ekki hæfur stjórnarmaður heldur vegna þess að hún hefur verið virkur meðlimur í Samfylkingunni og á framboðslistum flokksins. Bjuggust margir við að ríkisstjórnarflokkarnir myndu skipta stjórnarsætunum á milli sín. Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók þá einnig sæti en hann hefur lengi haft tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, er góður vinur formannsins Bjarna Benediktssonar, eins og Lárus H. Blöndal, formaður stjórnarinnar.Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins á dögunum.Til Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið til sín Vilhjálm Vilhjálmsson, sem er hagfræðingur að mennt, en hann mun starfa í eigin viðskiptum hjá bankanum. Vilhjálmur starfaði áður um árabil sem sjóðsstjóri skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni, dótturfélagi Arion banka. Yfirmaður eigin viðskipta Íslandsbanka er Ármann Einarsson en hann tók við þeirri stöðu fyrr í sumar eftir að Lárus Bollason færði sig yfir í verðbréfamiðlun bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið ógilti kaup smásölurisans Haga á Lyfju er sala ríkisfyrirtækisins aftur komin á byrjunarreit. Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun að öllum líkindum boða aftur til opins söluferlis í stað þess að leita til þess fjárfestis sem var með næsthæsta tilboðið í fyrra söluferlinu. Vitað er að það tilboð var umtalsvert lægra en það 6,7 milljarða króna tilboð sem forsvarsmenn Haga, en Finnur Árnason er forstjóri félagsins, gerðu í Lyfju. Efast má um að nokkur annar fjárfestir sé reiðubúinn til þess að greiða svo hátt verð.Kom á óvart Það brá mörgum í brún þegar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins. Ekki þó vegna þess að Margrét sé ekki hæfur stjórnarmaður heldur vegna þess að hún hefur verið virkur meðlimur í Samfylkingunni og á framboðslistum flokksins. Bjuggust margir við að ríkisstjórnarflokkarnir myndu skipta stjórnarsætunum á milli sín. Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók þá einnig sæti en hann hefur lengi haft tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, er góður vinur formannsins Bjarna Benediktssonar, eins og Lárus H. Blöndal, formaður stjórnarinnar.Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins á dögunum.Til Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið til sín Vilhjálm Vilhjálmsson, sem er hagfræðingur að mennt, en hann mun starfa í eigin viðskiptum hjá bankanum. Vilhjálmur starfaði áður um árabil sem sjóðsstjóri skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni, dótturfélagi Arion banka. Yfirmaður eigin viðskipta Íslandsbanka er Ármann Einarsson en hann tók við þeirri stöðu fyrr í sumar eftir að Lárus Bollason færði sig yfir í verðbréfamiðlun bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira