Stefna á að koma með fleiri verslanir til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 19:15 Filip Ekvall í verslun H&M í Smáralind OZZO PHOTOGRAPHY „Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“ Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira