Stefna á að koma með fleiri verslanir til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 19:15 Filip Ekvall í verslun H&M í Smáralind OZZO PHOTOGRAPHY „Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“ Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira