Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar lyfjasölufélagsins Medis eru í Hafnarfirði, þar sem um 85 manns starfa. vísir/eyþór Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira