Lindex opnar verslun í miðbæ Selfoss Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 11:34 Lindex er með sex verslanir hér á landi. Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. „Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur. Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.Yfirlitsmynd - Lindex er fyrir miðri myndVerslunin á Selfossi sem mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð, kemur fram í tilkynningu frá Lindex. Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu. „Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni þjóna aðallega tvíþættu hlutverki, verði miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss. Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á við”, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Lindex er með 500 verslanir í 16 löndum en þetta verður sjötta hér á landi. Lindex rekur nú sex verslanir á Íslandi; Í Smáralind, Kringlunni, Laugarvegi, Glerártorgi á Akureyri og Krossmóa í Reykjanesbæ. Tengdar fréttir Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. „Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur. Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.Yfirlitsmynd - Lindex er fyrir miðri myndVerslunin á Selfossi sem mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð, kemur fram í tilkynningu frá Lindex. Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu. „Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni þjóna aðallega tvíþættu hlutverki, verði miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss. Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á við”, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Lindex er með 500 verslanir í 16 löndum en þetta verður sjötta hér á landi. Lindex rekur nú sex verslanir á Íslandi; Í Smáralind, Kringlunni, Laugarvegi, Glerártorgi á Akureyri og Krossmóa í Reykjanesbæ.
Tengdar fréttir Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41