Lindex opnar verslun í miðbæ Selfoss Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 11:34 Lindex er með sex verslanir hér á landi. Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. „Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur. Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.Yfirlitsmynd - Lindex er fyrir miðri myndVerslunin á Selfossi sem mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð, kemur fram í tilkynningu frá Lindex. Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu. „Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni þjóna aðallega tvíþættu hlutverki, verði miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss. Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á við”, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Lindex er með 500 verslanir í 16 löndum en þetta verður sjötta hér á landi. Lindex rekur nú sex verslanir á Íslandi; Í Smáralind, Kringlunni, Laugarvegi, Glerártorgi á Akureyri og Krossmóa í Reykjanesbæ. Tengdar fréttir Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. „Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur. Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.Yfirlitsmynd - Lindex er fyrir miðri myndVerslunin á Selfossi sem mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð, kemur fram í tilkynningu frá Lindex. Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu. „Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni þjóna aðallega tvíþættu hlutverki, verði miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss. Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á við”, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Lindex er með 500 verslanir í 16 löndum en þetta verður sjötta hér á landi. Lindex rekur nú sex verslanir á Íslandi; Í Smáralind, Kringlunni, Laugarvegi, Glerártorgi á Akureyri og Krossmóa í Reykjanesbæ.
Tengdar fréttir Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Flýta opnun á nýrri verslun Lindex í Reykjanesbæ Þetta verður sjötta verslun Lindex á landinu. 25. júlí 2017 15:41