Hvað má nú til bjargar verða? Jakob S. Jónsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja félagsfund Neytendasamtakanna fimmtudaginn 17. ágúst sl., þar sem kynnt var fjárhagsstaða samtakanna sem verið hefur til umræðu í fjölmiðlum og valdið titringi innan stjórnar. Á sínum tíma var þáverandi formaður borinn þungum sökum um eyðslu og óráðsíu á bak við stjórnarmenn; það endaði sem kunnugt er með því að hann sjálfur hjó á hnútinn og sagði af sér. Þegar skoðuð er bág fjárhagsstaða samtakanna, eins og frá henni var greint á fundinum, virðist einsýnt að þáverandi formaður á hreint enga sök á henni. Helst mátti skilja, að hann hefði með appinu Neytandinn reynt að blása nýju lífi í samtökin; en stjórn reyndist þar ósammála og Neytandinn heyrir nú sögunni til. Þá var nokkuð gert úr ýmsum fjárhagslegum voða, en eins og „starfandi varaformaður“ greindi frá, var ekki útséð um hvert stefndi – en stjórn virtist engu að síður einblína á verstu hugsanlegu ófarir og miðaði varnarstarf sitt við það. Sagði m.a. upp öllu starfsfólki samtakanna, en svo virðist eins og þær uppsagnir séu með öllu ólögmætar! Illt er, ef rétt reynist og skammgóður vermir velþenkjandi stjórn ef hún situr uppi með persónulega ábyrgð af þeim gjörningi. Þá er ljóst eftir fundinn að stjórnin sjálf hafði ekkert – nákvæmlega ekkert! – fram að færa sem mætti verða til bjargar samtökunum. Það er helst að „vonast sé til“ og „í besta falli“, en ekkert áþreifanlegt, engin aðgerð, ekkert átak annað en að treysta á stuðning stjórnvalda – en hvernig má búast við að stjórnvöld bjargi samtökum sem hafa kippt grundvellinum undan þjónustusamningum við hið sama stjórnvald með því að segja upp öllu starfsfólki? Vandi samtakanna virðist einkum felast í að stjórnarmenn þekkja illa hvernig kaup gerast á eyrinni í félagsstörfum. Eins og skipurit Neytendasamtakanna lítur út er það í besta falli kjánalegt að stjórn lýsi vantrausti á formann; það getur eingöngu þing samtakanna gert. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að varaformaður samtakanna virðist ófær um að axla ábyrgð; hann kallar sig „starfandi varaformann“ og samtökin eru því í raun formannslaus. Það er fáheyrt ábyrgðarleysi af stjórn að leysa ekki slíkan vanda og bendir til vanhæfis í félagsstörfum og vandræðagangs sem er misbjóðandi jafn mikilvægum samtökum og Neytendasamtökin eru. Fundarmenn virtust helst á því að boða ætti til aukaþings samtakanna; þar væri hægt að stokka spilin upp á nýtt, kjósa nýja stjórn og formann og horfa fram á veginn. Það verður þó ekki horft fram á veginn nema til komi áætlun um aðgerðir, starfsáætlun, sem taki mið af því að Neytendasamtökin eru til þess að standa vörð um hagsmuni neytenda. Kannski væri besta og einfaldasta lausnin sú að fyrrum formaður tæki afsögn sína aftur og að stjórnarmenn með tölu kyngdu því glundri sem verið hefur, legðu að baki fyrri væringar og tækju höndum saman – í þágu neytenda og sjálfum sér til gæfu! Höfundur er félagi í Neytendasamtökunum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar