Réttaröryggi umgengnisforeldra Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 20. júlí 2017 11:05 Frá því að Samtök umgengnisforeldra voru stofnuð árið 2012, hafa þau tekið að sér að reka mál félagsmanna fyrir stjórnvöldum, m.a. vegna umgengnis- og meðlagsmála. Samtökin hafa því fylgst grannt með þróun mála og telja sig hafa glögga mynd af réttarstöðu umgengnisforeldra gagnvart hinu opinbera. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur í gegnum tíðina haft nær ótakmarkaðar heimildir og svigrúm til að haga sinni stjórnsýslu eftir eigin höfði þar sem lög um Innheimtustofnun veita stofnuninni miklar heimildir og fáar takmarkanir. Reglugerð um innheimtu meðlaga er nær samhljóða lögunum, og er stofnunin sjálfstæð, sem gerir það að verkum að meðlagsgreiðendur sem telja á sér brotið í samskiptum við Innheimtustofnun geta ekki kært ákvörðun stofnunarinnar til ráðuneytis. Til að bæta gráu ofan á svart, geta meðlagsgreiðendur ekki kært ákvarðanir stofnunarinnar til kærunefndar, þar sem lög um Innheimtustofnun gera ekki ráð fyrir slíkri kæruleið. Leiðir af þessum ósóma að Innheimtustofnun hefur í reynd alræðisvald yfir fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum meðlagsgreiðenda, þar sem fæstir meðlagsgreiðendur hafa bolmagn til að greiða meðlög á sama tíma og þeir kosta aðra framfærslu, svo sem vegna umgengni. Í löndum sem við berum okkur saman við, hafa löggjafar þeirra ríkja mætt bágri stöðu meðlagsgreiðenda ýmist með skattafslætti, eins og í Danmörku, eða með tekjutengdu meðlagskerfi, eins og í Noregi. Þar sem umgengnisforeldrar njóta borgaralegra réttinda sem barnslausir einstæðingar, fá þeir ekki bætur eða ívilnanir sem foreldrar, að nýjum húsnæðisbótum undanskildum. Leiðir þessi bága réttarstaða til þess að fjölmargir umgengnisforeldrar eru á vanskilaskrá og búa ekki í eigin húsnæði. Má á nýjustu úttektum Creditinfo ráða, að meira en annar hver meðlagsgreiðandi sé á vanskilaskrá og þar af 30% að kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Ef slíkar upplýsingar kæmu inn í almenna umræðu um nokkurn annan þjóðfélagshóp, myndi allt fara á hliðina í almennri umræðu. Það gerist hins vegar ekki þegar umgengnisforeldrar eru annars vegar. Framganga Innheimtustofnunar gagnvart meðlagsgreiðendum hefur í gegnum tíðina verið misjöfn og oft á tíðum óforsvaranleg. Stór búnki af álitum er til á borðum umboðsmanns Alþingis þar sem hann skammar Innheimtustofnun fyrir brot á réttarreglum stjórnsýsluréttarins. Innheimtustofnun og ráðuneyti berja hins vegar höfði við stein, og láta eins og umboðsmaður sé rödd hrópanda í eyðimörk. Meðlagsgreiðendur geta ekki kært ákvarðanir stofnunarinnar, -hvorki til ráðuneytis né kærunefndar, og hafa því alræðisvald yfir fjárhag meðlagsgreiðenda, m.a. á grundvelli lagaheimildar til að draga meðlagsskuldir af útborguðum launum. Innheimtustofnun hefur einnig vanið sig á þann ósóma, að auka innheimtuhörku á þeim tímum sem hún ætti helst að halda sig til hlés. Samtökin hafa greint mun aukina innheimtuhörfu þrisvar á ári. Í fyrsta lagi þegar orlof er greitt út í maí, í júlí þegar skatturinn er greiddur út, og í desember þegar desemberuppbótin er greidd út. Öllu er þessu skuldajafnað eða hirt af útborguðum launum. Meira að segja hefur Innheimtustofnun heimild til að raka að sér barnabótum, sem ætlaðar eru til framfærslu annarra barna sem búa á heimili meðlagsgreiðandans, -jafnvel þótt um sé að ræða börn nýs maka. Í hjálögðum bréfaskrifum forsjóra Innheimtustofnunar til stjórnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélag, kveinkar forstjórinn yfir tilmælum ráðherra að skuldajafna ekki barnabótum upp í meðlagsskuldir. Slíkt er hugarfarið! Í öllum löndum sem við berum okkur saman við, eru meðlögin innheimt á sama stað og þau eru greidd út. Þar með hafa meðlagsgreiðendur tækifæri til að skjóta ákvörðunum stofnunarinnar til kærunefndar eða æðri stjórnvalda til endurskoðunar. Kröfur stjórnsýsluréttarins um réttaröryggi borgaranna kveður svo á um, að möguleikar borgaranna til að fá ákvarðanir stjórnvalda endurskoðaðar innan stjórnsýslunar eigi að vera meiri, eftir því sem ákvarðanir eru meira íþyngjandi. Enginn getur neitað því að frádráttur, launa, barnabóta sem og annarra velferðarbóta, eru mjög íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir. Verður því að teljast með ólíkindum að löggjafinn og stjórnvöld hafi dregið lappirnar við að sameina Innheimtustofnun við Tryggingastofnun eða nýja greiðslustofu, -eins og hugmyndir hafa verið um, og gefa um leið innheimtu meðlaga siðbættan lagaramma. Hafa samtökin marg ítrekað kallað eftir þeim breytingum, og hefur ekkert gerst í þeim málum. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og formaður Samtaka umgengnisforeldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Samtök umgengnisforeldra voru stofnuð árið 2012, hafa þau tekið að sér að reka mál félagsmanna fyrir stjórnvöldum, m.a. vegna umgengnis- og meðlagsmála. Samtökin hafa því fylgst grannt með þróun mála og telja sig hafa glögga mynd af réttarstöðu umgengnisforeldra gagnvart hinu opinbera. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur í gegnum tíðina haft nær ótakmarkaðar heimildir og svigrúm til að haga sinni stjórnsýslu eftir eigin höfði þar sem lög um Innheimtustofnun veita stofnuninni miklar heimildir og fáar takmarkanir. Reglugerð um innheimtu meðlaga er nær samhljóða lögunum, og er stofnunin sjálfstæð, sem gerir það að verkum að meðlagsgreiðendur sem telja á sér brotið í samskiptum við Innheimtustofnun geta ekki kært ákvörðun stofnunarinnar til ráðuneytis. Til að bæta gráu ofan á svart, geta meðlagsgreiðendur ekki kært ákvarðanir stofnunarinnar til kærunefndar, þar sem lög um Innheimtustofnun gera ekki ráð fyrir slíkri kæruleið. Leiðir af þessum ósóma að Innheimtustofnun hefur í reynd alræðisvald yfir fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum meðlagsgreiðenda, þar sem fæstir meðlagsgreiðendur hafa bolmagn til að greiða meðlög á sama tíma og þeir kosta aðra framfærslu, svo sem vegna umgengni. Í löndum sem við berum okkur saman við, hafa löggjafar þeirra ríkja mætt bágri stöðu meðlagsgreiðenda ýmist með skattafslætti, eins og í Danmörku, eða með tekjutengdu meðlagskerfi, eins og í Noregi. Þar sem umgengnisforeldrar njóta borgaralegra réttinda sem barnslausir einstæðingar, fá þeir ekki bætur eða ívilnanir sem foreldrar, að nýjum húsnæðisbótum undanskildum. Leiðir þessi bága réttarstaða til þess að fjölmargir umgengnisforeldrar eru á vanskilaskrá og búa ekki í eigin húsnæði. Má á nýjustu úttektum Creditinfo ráða, að meira en annar hver meðlagsgreiðandi sé á vanskilaskrá og þar af 30% að kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Ef slíkar upplýsingar kæmu inn í almenna umræðu um nokkurn annan þjóðfélagshóp, myndi allt fara á hliðina í almennri umræðu. Það gerist hins vegar ekki þegar umgengnisforeldrar eru annars vegar. Framganga Innheimtustofnunar gagnvart meðlagsgreiðendum hefur í gegnum tíðina verið misjöfn og oft á tíðum óforsvaranleg. Stór búnki af álitum er til á borðum umboðsmanns Alþingis þar sem hann skammar Innheimtustofnun fyrir brot á réttarreglum stjórnsýsluréttarins. Innheimtustofnun og ráðuneyti berja hins vegar höfði við stein, og láta eins og umboðsmaður sé rödd hrópanda í eyðimörk. Meðlagsgreiðendur geta ekki kært ákvarðanir stofnunarinnar, -hvorki til ráðuneytis né kærunefndar, og hafa því alræðisvald yfir fjárhag meðlagsgreiðenda, m.a. á grundvelli lagaheimildar til að draga meðlagsskuldir af útborguðum launum. Innheimtustofnun hefur einnig vanið sig á þann ósóma, að auka innheimtuhörku á þeim tímum sem hún ætti helst að halda sig til hlés. Samtökin hafa greint mun aukina innheimtuhörfu þrisvar á ári. Í fyrsta lagi þegar orlof er greitt út í maí, í júlí þegar skatturinn er greiddur út, og í desember þegar desemberuppbótin er greidd út. Öllu er þessu skuldajafnað eða hirt af útborguðum launum. Meira að segja hefur Innheimtustofnun heimild til að raka að sér barnabótum, sem ætlaðar eru til framfærslu annarra barna sem búa á heimili meðlagsgreiðandans, -jafnvel þótt um sé að ræða börn nýs maka. Í hjálögðum bréfaskrifum forsjóra Innheimtustofnunar til stjórnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélag, kveinkar forstjórinn yfir tilmælum ráðherra að skuldajafna ekki barnabótum upp í meðlagsskuldir. Slíkt er hugarfarið! Í öllum löndum sem við berum okkur saman við, eru meðlögin innheimt á sama stað og þau eru greidd út. Þar með hafa meðlagsgreiðendur tækifæri til að skjóta ákvörðunum stofnunarinnar til kærunefndar eða æðri stjórnvalda til endurskoðunar. Kröfur stjórnsýsluréttarins um réttaröryggi borgaranna kveður svo á um, að möguleikar borgaranna til að fá ákvarðanir stjórnvalda endurskoðaðar innan stjórnsýslunar eigi að vera meiri, eftir því sem ákvarðanir eru meira íþyngjandi. Enginn getur neitað því að frádráttur, launa, barnabóta sem og annarra velferðarbóta, eru mjög íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir. Verður því að teljast með ólíkindum að löggjafinn og stjórnvöld hafi dregið lappirnar við að sameina Innheimtustofnun við Tryggingastofnun eða nýja greiðslustofu, -eins og hugmyndir hafa verið um, og gefa um leið innheimtu meðlaga siðbættan lagaramma. Hafa samtökin marg ítrekað kallað eftir þeim breytingum, og hefur ekkert gerst í þeim málum. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og formaður Samtaka umgengnisforeldra
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar