Lífeindafræðingar takmörkuð auðlind Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar 20. júlí 2017 13:03 Meðalaldur 215 lífeindafræðinga sem eru starfandi hjá ýmsum stofnunum ríkisins verður á árinu 2017 rúmlega 54 ár. Af þessum 215 lífeindafræðingum sem starfa hjá ríki verða 103 lífeindafræðingar 60 ára eða eldri á árinu. Stór hluti þeirra hefur samfelldan starfsaldur hjá ríkinu og á því rétt á því að hefja töku lífeyris 60 ára. Af starfandi lífeindafræðingum munu 32 þeirra, eða tæp 15% verða 67 ára eða eldri á árinu. Eins og mynd 2 ber með sér er staðan á Landspítalanum, stærsta vinnustað lífeindafræðinga, mjög alvarleg sérstaklega þegar sú staðreynd blasir við að nýliðun í stéttinni er lítil en á hverju ári útskrifast einungis 8-12 lífeindafræðingar frá Háskóla Íslands.Mynd 1Mynd 2.Lífeindafræðingar eru háskólamenntuð fagstétt hér á Íslandi með lögverndað starfsheiti. Eftir 4 ára háskólanám er ekki freistandi að fara að starfa hjá ríkinu á þeim launakjörum sem þar bjóðast. Stöðugildum hjá ríkinu hefur fækkað, starfsstöðvar lagst af og Landspítala hefur ekki tekist að ráð í störf þeirra sem hætta. Staðan er reyndar sú að þó Landspítala tækist að ráða til sín alla lífeindafræðinga sem útskrifast á næstu fimm árum þá ná þeir ekki að halda í við þann fjölda sem mun fara á eftirlaun á sömu fimm árum. Það er því viðbúið að stöðugildum lífeindafræðinga muni fækka eða leita þurfi annarra leiða til að halda uppi gæðum og fagmennsku á rannsóknarstofum Landspítala. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kemur fram að árið 2015 voru 40% starfsmanna ríkisins 55 ára eða eldri og það sé viðbúið að fjöldi opinberra starfsmanna fari á eftirlaun. Í skýrslunni lýsir stofnunin yfir áhyggjum af því að gæði opinberrar þjónustu muni skerðast verði ekkert aðhafst. Samninganefnd Félags lífeindafræðinga hefur bent á alvarleika málsins í tengslum við gerð kjarasamninga í áratug, en talað fyrir daufum eyrum. Auka þarf fjármagn til stofnana ríkisins til að gera launakjör samkeppnishæf og starfsumhverfið ánægjulegra. Lífeindafræðingar eru takmörkuð auðlind og mjög eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu. Við fyrirsjáanlegum mönnunarvanda hins opinbera þarf að bregðast strax, í næstu kjarasamningum verður það of seint.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Meðalaldur 215 lífeindafræðinga sem eru starfandi hjá ýmsum stofnunum ríkisins verður á árinu 2017 rúmlega 54 ár. Af þessum 215 lífeindafræðingum sem starfa hjá ríki verða 103 lífeindafræðingar 60 ára eða eldri á árinu. Stór hluti þeirra hefur samfelldan starfsaldur hjá ríkinu og á því rétt á því að hefja töku lífeyris 60 ára. Af starfandi lífeindafræðingum munu 32 þeirra, eða tæp 15% verða 67 ára eða eldri á árinu. Eins og mynd 2 ber með sér er staðan á Landspítalanum, stærsta vinnustað lífeindafræðinga, mjög alvarleg sérstaklega þegar sú staðreynd blasir við að nýliðun í stéttinni er lítil en á hverju ári útskrifast einungis 8-12 lífeindafræðingar frá Háskóla Íslands.Mynd 1Mynd 2.Lífeindafræðingar eru háskólamenntuð fagstétt hér á Íslandi með lögverndað starfsheiti. Eftir 4 ára háskólanám er ekki freistandi að fara að starfa hjá ríkinu á þeim launakjörum sem þar bjóðast. Stöðugildum hjá ríkinu hefur fækkað, starfsstöðvar lagst af og Landspítala hefur ekki tekist að ráð í störf þeirra sem hætta. Staðan er reyndar sú að þó Landspítala tækist að ráða til sín alla lífeindafræðinga sem útskrifast á næstu fimm árum þá ná þeir ekki að halda í við þann fjölda sem mun fara á eftirlaun á sömu fimm árum. Það er því viðbúið að stöðugildum lífeindafræðinga muni fækka eða leita þurfi annarra leiða til að halda uppi gæðum og fagmennsku á rannsóknarstofum Landspítala. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kemur fram að árið 2015 voru 40% starfsmanna ríkisins 55 ára eða eldri og það sé viðbúið að fjöldi opinberra starfsmanna fari á eftirlaun. Í skýrslunni lýsir stofnunin yfir áhyggjum af því að gæði opinberrar þjónustu muni skerðast verði ekkert aðhafst. Samninganefnd Félags lífeindafræðinga hefur bent á alvarleika málsins í tengslum við gerð kjarasamninga í áratug, en talað fyrir daufum eyrum. Auka þarf fjármagn til stofnana ríkisins til að gera launakjör samkeppnishæf og starfsumhverfið ánægjulegra. Lífeindafræðingar eru takmörkuð auðlind og mjög eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu. Við fyrirsjáanlegum mönnunarvanda hins opinbera þarf að bregðast strax, í næstu kjarasamningum verður það of seint.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar