Körfubolti

Ísak Ernir dæmdi í NBA-deildinni í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Ernir Kristinsson.
Ísak Ernir Kristinsson. Mynd/Instagram

Ísland átti í nótt fulltrúa inn á vellinum í NBA-leik í fyrsta sinn í tæp fjórtán ár eða síðan að Jón Arnór Stefánsson lék með Dallas Mavericks liðinu á undirbúningstímabilinu fyrir 2003-04 tímabilið.

Keflvíkingurinn Ísak Ernir Kristinsson dæmdi þá leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks í Sumardeildinni í Las Vegas.

Dallas-liðið vann leikinn 88-77 eftir að hafa verið 50-36 yfir í hálfleik.

Ísak, sem var með dómaranúmerið 124 á bakinu í leiknum, dæmdi ekki í fyrri hálfleik en tók við flautunni í seinni hálfleiknum sem Phoenix-liðið vann 41-38.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum en þar sést Ísak Ernir einmitt í seinni hálfleiknum.
„Phoenix Suns vs Dallas Mavericks. Frábær reynsla og mikil skemmtun!,“ skrifaði Ísak inn á Instagram-reikninginn sinn eftir leikinn í nótt. Ísak ræddi einmitt þetta tækifæri við Kjartan Atla Kjartansson á dögunum

Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 25 stig fyrir Dallas í leiknum og var stigahæsti maður vallarins.


 
Phoenix Suns vs Dallas Mavericks. Frábær reynsla og mikil skemmtun!
A post shared by Ísak Ernir (@isakkristins) on

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.