Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2017 06:00 Hlutabréfaverð Icelandair hefur rétt úr kútnum og hækkað um 20 prósent frá því í byrjun júní. Vísir/Vilhelm Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira