Íslandsmet í sölu hjólhýsa Sæunn Gísladóttir skrifar 3. júlí 2017 06:00 Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Vísir/Andri marínó Gríðarleg aukning hefur orðið í nýskráðum hjólhýsum hér á landi á árinu. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi nýskráð frá janúar til júní 2017. Á sama tímabili í fyrra voru 253 hjólhýsi nýskráð og því er um 70 prósenta aukningu að ræða milli ára. Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Dregið hefur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár. Einungis eitt var nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipaða sögu er að segja um síðustu tvö árin. Í aðdraganda hrunsins voru fellihýsi þó verulega vinsæl og voru 411 nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 og 168 á síðari hluta sama árs. Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjórum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Töluvert færri tjaldvagnar hafa verið nýskráðir síðustu ár en á tímabilinu 2008 til 2010. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segist finna fyrir miklum kipp í sölu hjólhýsa. Hann skýrir dræma fellihýsasölu með því að hjólhýsin hafi einfaldlega leyst þau af hólmi. „Fellihýsasalan byrjaði um 1994 til 1995 og það kom allt frá Ameríku. Þau urðu mjög vinsæl hérna þegar gengið var lægra. Svo þegar það hækkaði mikið hrundi þessi sala niður og hefur ekki náð að fara af stað aftur út af því að hjólhýsin eru tekin við. Þau henta okkur miklu betur, það eru meiri þægindi og lúxus að vera í hjólhýsi en fellihýsi.“ Hjólhýsi eru dýrari en að sögn Arnars er samt ekki mikill verðmunur á ódýrustu hjólhýsum og fellihýsum. „Hjólhýsi er hægt að fá frá 2,5 til 3 milljónum og alveg upp úr. Það er allur gangur á því hvaða verðbili hjólhýsin eru á sem seljast.“ Arnar segir brjálað að gera hjá Víkurverki vegna aukinnar eftirspurnar. Fullt sé á verkstæði og mikið að gera við afhendingar. Þrátt fyrir aukna sölu virðast ekki fleiri hjólhýsi birtast á tjaldstæðum landsins. „Hjá okkur get ég ekki sagt að hafi orðið mikil aukning á slíku. En þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður, það er aðalbreytingin,“ segir Guðmundur Rúnar Svavarsson, sem rekur tjaldsvæðið við Hraunborgir í Grímsnesi. „Það hefur verið svipað af hjólhýsum enn sem komið er en það getur vel verið að við sjáum meira í júlí,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið í Húsafelli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið í nýskráðum hjólhýsum hér á landi á árinu. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi nýskráð frá janúar til júní 2017. Á sama tímabili í fyrra voru 253 hjólhýsi nýskráð og því er um 70 prósenta aukningu að ræða milli ára. Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Dregið hefur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár. Einungis eitt var nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipaða sögu er að segja um síðustu tvö árin. Í aðdraganda hrunsins voru fellihýsi þó verulega vinsæl og voru 411 nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 og 168 á síðari hluta sama árs. Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjórum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Töluvert færri tjaldvagnar hafa verið nýskráðir síðustu ár en á tímabilinu 2008 til 2010. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segist finna fyrir miklum kipp í sölu hjólhýsa. Hann skýrir dræma fellihýsasölu með því að hjólhýsin hafi einfaldlega leyst þau af hólmi. „Fellihýsasalan byrjaði um 1994 til 1995 og það kom allt frá Ameríku. Þau urðu mjög vinsæl hérna þegar gengið var lægra. Svo þegar það hækkaði mikið hrundi þessi sala niður og hefur ekki náð að fara af stað aftur út af því að hjólhýsin eru tekin við. Þau henta okkur miklu betur, það eru meiri þægindi og lúxus að vera í hjólhýsi en fellihýsi.“ Hjólhýsi eru dýrari en að sögn Arnars er samt ekki mikill verðmunur á ódýrustu hjólhýsum og fellihýsum. „Hjólhýsi er hægt að fá frá 2,5 til 3 milljónum og alveg upp úr. Það er allur gangur á því hvaða verðbili hjólhýsin eru á sem seljast.“ Arnar segir brjálað að gera hjá Víkurverki vegna aukinnar eftirspurnar. Fullt sé á verkstæði og mikið að gera við afhendingar. Þrátt fyrir aukna sölu virðast ekki fleiri hjólhýsi birtast á tjaldstæðum landsins. „Hjá okkur get ég ekki sagt að hafi orðið mikil aukning á slíku. En þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður, það er aðalbreytingin,“ segir Guðmundur Rúnar Svavarsson, sem rekur tjaldsvæðið við Hraunborgir í Grímsnesi. „Það hefur verið svipað af hjólhýsum enn sem komið er en það getur vel verið að við sjáum meira í júlí,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið í Húsafelli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira