Íslandsmet í sölu hjólhýsa Sæunn Gísladóttir skrifar 3. júlí 2017 06:00 Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Vísir/Andri marínó Gríðarleg aukning hefur orðið í nýskráðum hjólhýsum hér á landi á árinu. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi nýskráð frá janúar til júní 2017. Á sama tímabili í fyrra voru 253 hjólhýsi nýskráð og því er um 70 prósenta aukningu að ræða milli ára. Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Dregið hefur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár. Einungis eitt var nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipaða sögu er að segja um síðustu tvö árin. Í aðdraganda hrunsins voru fellihýsi þó verulega vinsæl og voru 411 nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 og 168 á síðari hluta sama árs. Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjórum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Töluvert færri tjaldvagnar hafa verið nýskráðir síðustu ár en á tímabilinu 2008 til 2010. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segist finna fyrir miklum kipp í sölu hjólhýsa. Hann skýrir dræma fellihýsasölu með því að hjólhýsin hafi einfaldlega leyst þau af hólmi. „Fellihýsasalan byrjaði um 1994 til 1995 og það kom allt frá Ameríku. Þau urðu mjög vinsæl hérna þegar gengið var lægra. Svo þegar það hækkaði mikið hrundi þessi sala niður og hefur ekki náð að fara af stað aftur út af því að hjólhýsin eru tekin við. Þau henta okkur miklu betur, það eru meiri þægindi og lúxus að vera í hjólhýsi en fellihýsi.“ Hjólhýsi eru dýrari en að sögn Arnars er samt ekki mikill verðmunur á ódýrustu hjólhýsum og fellihýsum. „Hjólhýsi er hægt að fá frá 2,5 til 3 milljónum og alveg upp úr. Það er allur gangur á því hvaða verðbili hjólhýsin eru á sem seljast.“ Arnar segir brjálað að gera hjá Víkurverki vegna aukinnar eftirspurnar. Fullt sé á verkstæði og mikið að gera við afhendingar. Þrátt fyrir aukna sölu virðast ekki fleiri hjólhýsi birtast á tjaldstæðum landsins. „Hjá okkur get ég ekki sagt að hafi orðið mikil aukning á slíku. En þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður, það er aðalbreytingin,“ segir Guðmundur Rúnar Svavarsson, sem rekur tjaldsvæðið við Hraunborgir í Grímsnesi. „Það hefur verið svipað af hjólhýsum enn sem komið er en það getur vel verið að við sjáum meira í júlí,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið í Húsafelli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið í nýskráðum hjólhýsum hér á landi á árinu. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi nýskráð frá janúar til júní 2017. Á sama tímabili í fyrra voru 253 hjólhýsi nýskráð og því er um 70 prósenta aukningu að ræða milli ára. Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Dregið hefur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár. Einungis eitt var nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipaða sögu er að segja um síðustu tvö árin. Í aðdraganda hrunsins voru fellihýsi þó verulega vinsæl og voru 411 nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 og 168 á síðari hluta sama árs. Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjórum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Töluvert færri tjaldvagnar hafa verið nýskráðir síðustu ár en á tímabilinu 2008 til 2010. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segist finna fyrir miklum kipp í sölu hjólhýsa. Hann skýrir dræma fellihýsasölu með því að hjólhýsin hafi einfaldlega leyst þau af hólmi. „Fellihýsasalan byrjaði um 1994 til 1995 og það kom allt frá Ameríku. Þau urðu mjög vinsæl hérna þegar gengið var lægra. Svo þegar það hækkaði mikið hrundi þessi sala niður og hefur ekki náð að fara af stað aftur út af því að hjólhýsin eru tekin við. Þau henta okkur miklu betur, það eru meiri þægindi og lúxus að vera í hjólhýsi en fellihýsi.“ Hjólhýsi eru dýrari en að sögn Arnars er samt ekki mikill verðmunur á ódýrustu hjólhýsum og fellihýsum. „Hjólhýsi er hægt að fá frá 2,5 til 3 milljónum og alveg upp úr. Það er allur gangur á því hvaða verðbili hjólhýsin eru á sem seljast.“ Arnar segir brjálað að gera hjá Víkurverki vegna aukinnar eftirspurnar. Fullt sé á verkstæði og mikið að gera við afhendingar. Þrátt fyrir aukna sölu virðast ekki fleiri hjólhýsi birtast á tjaldstæðum landsins. „Hjá okkur get ég ekki sagt að hafi orðið mikil aukning á slíku. En þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður, það er aðalbreytingin,“ segir Guðmundur Rúnar Svavarsson, sem rekur tjaldsvæðið við Hraunborgir í Grímsnesi. „Það hefur verið svipað af hjólhýsum enn sem komið er en það getur vel verið að við sjáum meira í júlí,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið í Húsafelli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent