Ísland enn eftirbátur í baráttunni gegn blóðdemöntum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2017 11:30 Flestir demantar á Íslandi koma frá heildsala í Antwerpen. Vísir/Getty Ísland er eina vestræna ríkið sem ekki er þátttakandi í Kimberley-ferlinu sem komið var á til að sporna við sölu á demöntum frá átakasvæðum. Íslenskir neytendur geta því ekki verið fullvissir um að þeir séu ekki að kaupa blóðdemanta af skartgripasölum borgarinnar. Utanríkisráðuneytið segir málið til skoðunar. Blóðdemantar eiga rætur sínar að rekja til átakasvæða, oftar en ekki í Afríku, og hafa uppreisnarhópar selt þá til að fjármagna starfsemi sína, s.s. vopnakaup og hryðjuverkaárásir. Til að draga úr umferð demantanna hafa 54 ríki; t.a.m. öll ríki Evrópusambandsins, Sviss, Noregur og Bandaríkin, innleitt Kimberley-ferlið svokallaða sem gerir kröfu um upprunavottorð fyrir alla demanta sem verslað er með í ríkjunum. Ísland er eitt vestrænna ríkja sem ekki tekur þátt í ferlinu og hefur ekki gert frá því að því var fyrst komið á árið 2003. Íslenskir skartgripasalir þurfa því ekki að gera grein fyrir uppruna demantanna sem þeir selja í verslunum sínum. Flestir demantar sem seldir eru á Íslandi koma frá heildsala í Antwerpen í Belgíu og eina vottunin sem þeim fylgir er svokallað GIA (Gemological Institute of America)-flokkunarskírteini. Það staðfestir einungis að um alvöru demant sé að ræða.Innleiðing til skoðunar Samkvæmt íslenskum lögum er þó heimilt að innleiða reglur Kimberley-ferlisins og segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að það sé til skoðunar í ráðuneytinu. Þó er óleyfilegt að flytja inn hrádemanta frá átakasvæðum án leyfis ráðherra, samanber reglugerð nr. 361/2016. Verið sé að kanna hvernig tryggja megi betur kröfuna um upprunavottorð og standa að innleiðingu Kimberley-ferlisins í íslensk lög. Þeirri vinnu sé ekki lokið. Mannréttindasamtök hafa hvatt til þess að Ísland verði þátttakandi í ferlinu. Þannig sendi Amnesty International fyrirspurn á 70 íslenska gullsmiði um stefnu þeirra gagnvart svonefndum blóðdemöntum eftir að myndin Blood Diamond var frumsýnd árið 2006. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ísland er eina vestræna ríkið sem ekki er þátttakandi í Kimberley-ferlinu sem komið var á til að sporna við sölu á demöntum frá átakasvæðum. Íslenskir neytendur geta því ekki verið fullvissir um að þeir séu ekki að kaupa blóðdemanta af skartgripasölum borgarinnar. Utanríkisráðuneytið segir málið til skoðunar. Blóðdemantar eiga rætur sínar að rekja til átakasvæða, oftar en ekki í Afríku, og hafa uppreisnarhópar selt þá til að fjármagna starfsemi sína, s.s. vopnakaup og hryðjuverkaárásir. Til að draga úr umferð demantanna hafa 54 ríki; t.a.m. öll ríki Evrópusambandsins, Sviss, Noregur og Bandaríkin, innleitt Kimberley-ferlið svokallaða sem gerir kröfu um upprunavottorð fyrir alla demanta sem verslað er með í ríkjunum. Ísland er eitt vestrænna ríkja sem ekki tekur þátt í ferlinu og hefur ekki gert frá því að því var fyrst komið á árið 2003. Íslenskir skartgripasalir þurfa því ekki að gera grein fyrir uppruna demantanna sem þeir selja í verslunum sínum. Flestir demantar sem seldir eru á Íslandi koma frá heildsala í Antwerpen í Belgíu og eina vottunin sem þeim fylgir er svokallað GIA (Gemological Institute of America)-flokkunarskírteini. Það staðfestir einungis að um alvöru demant sé að ræða.Innleiðing til skoðunar Samkvæmt íslenskum lögum er þó heimilt að innleiða reglur Kimberley-ferlisins og segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að það sé til skoðunar í ráðuneytinu. Þó er óleyfilegt að flytja inn hrádemanta frá átakasvæðum án leyfis ráðherra, samanber reglugerð nr. 361/2016. Verið sé að kanna hvernig tryggja megi betur kröfuna um upprunavottorð og standa að innleiðingu Kimberley-ferlisins í íslensk lög. Þeirri vinnu sé ekki lokið. Mannréttindasamtök hafa hvatt til þess að Ísland verði þátttakandi í ferlinu. Þannig sendi Amnesty International fyrirspurn á 70 íslenska gullsmiði um stefnu þeirra gagnvart svonefndum blóðdemöntum eftir að myndin Blood Diamond var frumsýnd árið 2006.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira