Eru blóðdemantar ennþá í umferð? Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 14. september 2016 12:00 Umræðan um blóðdemanta er ekki ný af nálinni, en það var ekki fyrr en kvikmyndin Blood Diamond kom út árið 2006 að augu margra opnuðust fyrir þessu vandamáli. Blóðdemantar, eða átakademantar, eru skilgreindir sem hrádemantar sem eiga sér uppruna á átakasvæðum. Ágóði þeirra er síðan notaður til þess að fjármagna ofbeldisverk af hálfuskæruliðahreyfinga eða hryðjuverkasamtaka sem vilja ráðast gegn lögmætum ríkisstjórnum. Blóðdemantar eiga sér langa sögu að baki og hefur ágóði af sölu þeirra oft verið notaður til þess að fjármagna uppreisnir, hryðjuverk, og kostað milljónir manna lífið, þá sérstaklega í Afríku. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og mannréttindasamtök um heim allan reynt að stöðva sölu slíkra demanta, oft með misgóðum árangri. Verðmæti demanta Í lok 19. aldar keypti breski auðjöfurinn Cecil Rhodes demantaríkt land í Suður-Afríku og árið1888 stofnaði hann De Beers, fyrirtæki sem er enn starfrækt í dag. Ernest Oppenheimer, sem var formaður De Beers á fjórða áratug síðustu aldar gjörbreytti síðan starfsemi fyrirtækisins með sérstakri einokunarstefnu. Hugmyndin var að takmarka flæði demanta inn á markaðinn og þar með stjórna bæði framboði og eftirspurn. Seinna meir ákvað sonur hans, Harry að flytja starfsemi De Beers til Bandaríkjanna og í áratugi keyrði fyrirtækið öfluga markaðsherferð með aðstoð auglýsingaskrifstofunnar N.W. Ayer. Slagorðið “Demantur er að eilífu” kom úr þessari herferð og með því að jafngilda demöntum við eilífa ást náði fyrirtækið að stjórna markaðnum og selja síðan steinanna sína á uppsprengdum verðum. Það var einmitt þessi markaðsherferð sem gerði trúlofunar- og giftingarhringa svo vinsæla. De Beers hafði búið til nokkurs konar vegatálma fyrir hjónaband og gat þar með tryggt sér fínan ágóða fyrir komandi áratugi. Þó að demantar seú vissulega sjaldgæfari en margt annað sem finnst í jörðinni, þá er raunverulegt verðmæti þeirra er í raun og veru ekkert annað en aldargömul sölubrella fædd af græðgi eins fyrirtækis. De Beers framleiddi bæði steinanna og eftirspurnina. Það er því skiljanlegt að demantar urðu fullkomin afurð til þess að fjármagna stríðsrekstur. Mörg ríki í Afríku þar sem demantar finnast áttu þegar við spillingarvandamál að stríða og jafnvel minnstu steinarnir geta skilað inn miklum gróða. Demantar eru líka ein auðveldasta afurð í heimi til að smygla. Þeir eru oft agnarsmáir og finnast ekki í málmleitartækjum. Greg Campbell, sem skrifað hefur mikið um blóðdemanta benti á að það er augljós ástæða fyrir því að það er ekki til neitt í heiminum sem kallast “blóðtimbur”.Kimberely-ferlið Eftir blóðugar borgarastyrjaldir sem höfðu staðið yfir áratugum saman ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að skerast í leikinn og undirrituðu hið svokallaða Kimberely-ferli. Hugmyndin var að innlima nokkurs konar “vegabréfskerfi” fyrir hvern og einn demant og þar með væri hægt að rekja uppruna þeirra. Þær þjóðir sem taka þátt í Kimberley-ferlinu verða að gæta þess að þeir demantar sem eru keyptir eða seldir fjármagni ekki skæruliðahreyfingar. Lögmætt “Kimberely skírteini” verður síðan að fylgja öllum demöntum sem fluttir eru úr landi. Það væri að sjálfsögðu rangt að halda því fram að ferlið hafi ekki skilað neinum árangri. Talsmenn ferlisins segja að minna en 1% af öllum heimsins demöntum séu átakasteinar. Vandamálið er hins vegar skilgreiningin á því hvað telst vera blóðdemantur. Stríðsglæpir tengdir demöntum geta alveg og hafa átt sér stað án þess að skæruliðahreyfingar hafi eitthvað með þá að gera. Á undanförnum árum hafa voðaverk tengd demöntum verið framin víðsvegar í Afríku og hefur Kimberely-ferlið oftar en ekki staðið á hliðarlínunum aðgerðarlaust. Mannréttindasamtökin Global Witness greindu frá því árið 2010 að tveimur árum áður í Simbabve hafði her Roberts Mugabe ráðist inn í Marange demantanámurnar og drepið yfir 200 námuverkamenn í þeim tilgangi að ná stjórn á svæðinu. Herinn neyddi síðan heimamenn, börn meðtalin, að vinna fyrir sig og á næstu árum flutti Simbabve hundruð milljónir dala virði af demöntum frá þessu svæði. Samkvæmt reglum Kimberely hefði átt að reka Simbabve frá ferlinu og banna allan innflutning á demöntum frá landinu. Það var hins vegar ekki gert og afsakaði formaður samtakanna Bernard Esau það árið 2009 með því að benda á að Kimberely-ferlið væru ekki mannréttindasamtök. Simbabve er ekki einsdæmi. Skæruliðahreyfingin Seleka steypti ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldis af stóli árið 2013 og í kjölfar hófust blóðug átök milli múslima og kristinna. Skýrsla frá International Crisis Group skýrði frá því að uppreisnarhópar í norður og austurhluta landsins hefðu fengið mikið af sínu fjármagni frá demöntum. Námufyritæki í Angólu hafa einnig notað málaliða til að viðhalda stjórn á námusvæðum, oft með pyndingum eða morðum. Þar sem hershöfðingjar í Angólu eru oft hluthafar í þessum fyrirtækjum hafa mörg þeirra fengið afnot af hermönnum landsins. Það er því augljóst að þrátt fyrir átök Sameinuðu þjóðanna þá eru blóðdemantar langt frá því að heyra sögunni til.Staða Íslands Í Kimberely- ferlinu eru 54 mismunandi þjóðir og er Evrópusambandið talið sem einn aðilli. Ísland er hins vegar eina vestræna þjóðin sem er ekki þátttakandi að ferlinu og hefur lítið verið gert til að breyta þeirri stöðu. Höfundur hafði samband við flestar skartgripaverslanir í Reykjavík og í ljós kom að engin þeirra býður upp á upprunavottorð til að greina frá því hvaðan demantarnir þeirra koma. Flestir steinar virðast vera keyptir frá Antwerpen og eini pappírinn sem fylgir þeim er svokallað GIA (Gemological Institute of America) flokkunarskírteini. Morgunblaðið greindi frá því árið 2007 allir þeir sem seldu demanta hérlendis keyptu þá af viðurkenndum heildsölum erlendis. En þó svo að sölumenn á Íslandi treystu þeim aðilum þá skýrði það ekki alltaf uppruna vörunnar. 90% af öllum demöntum í heiminum eru slípaðir í borginni Surat á Indlandi og samkvæmt fréttablaðinu Times of India er þriðjung af öllum þeim demöntum smyglað þangað ólöglega frá Angóla, Fílabeinsströndinni, Kongó eða Simbabve. Blákalda staðreyndin er sú að blóðdemantar eru enn þá í umferð og á meðan heimurinn heldur áfram að hunsa þetta vandamál mun saklaust fólk halda áfram að þjást. Íslendingar hafa verið mjög duglegir undanfarin ár að berjast fyrir mannréttindum víðs vegar um heiminn en þetta er vígvöllur sem Ísland þarf að stiga á. Það er enn þá von fyrir Kimberely-ferlið að takast á við þetta vandamál, en ríkisstjórn Íslands getur lítið aðstoðað ef þjóðin ekki einu sinni hluti af baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Umræðan um blóðdemanta er ekki ný af nálinni, en það var ekki fyrr en kvikmyndin Blood Diamond kom út árið 2006 að augu margra opnuðust fyrir þessu vandamáli. Blóðdemantar, eða átakademantar, eru skilgreindir sem hrádemantar sem eiga sér uppruna á átakasvæðum. Ágóði þeirra er síðan notaður til þess að fjármagna ofbeldisverk af hálfuskæruliðahreyfinga eða hryðjuverkasamtaka sem vilja ráðast gegn lögmætum ríkisstjórnum. Blóðdemantar eiga sér langa sögu að baki og hefur ágóði af sölu þeirra oft verið notaður til þess að fjármagna uppreisnir, hryðjuverk, og kostað milljónir manna lífið, þá sérstaklega í Afríku. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og mannréttindasamtök um heim allan reynt að stöðva sölu slíkra demanta, oft með misgóðum árangri. Verðmæti demanta Í lok 19. aldar keypti breski auðjöfurinn Cecil Rhodes demantaríkt land í Suður-Afríku og árið1888 stofnaði hann De Beers, fyrirtæki sem er enn starfrækt í dag. Ernest Oppenheimer, sem var formaður De Beers á fjórða áratug síðustu aldar gjörbreytti síðan starfsemi fyrirtækisins með sérstakri einokunarstefnu. Hugmyndin var að takmarka flæði demanta inn á markaðinn og þar með stjórna bæði framboði og eftirspurn. Seinna meir ákvað sonur hans, Harry að flytja starfsemi De Beers til Bandaríkjanna og í áratugi keyrði fyrirtækið öfluga markaðsherferð með aðstoð auglýsingaskrifstofunnar N.W. Ayer. Slagorðið “Demantur er að eilífu” kom úr þessari herferð og með því að jafngilda demöntum við eilífa ást náði fyrirtækið að stjórna markaðnum og selja síðan steinanna sína á uppsprengdum verðum. Það var einmitt þessi markaðsherferð sem gerði trúlofunar- og giftingarhringa svo vinsæla. De Beers hafði búið til nokkurs konar vegatálma fyrir hjónaband og gat þar með tryggt sér fínan ágóða fyrir komandi áratugi. Þó að demantar seú vissulega sjaldgæfari en margt annað sem finnst í jörðinni, þá er raunverulegt verðmæti þeirra er í raun og veru ekkert annað en aldargömul sölubrella fædd af græðgi eins fyrirtækis. De Beers framleiddi bæði steinanna og eftirspurnina. Það er því skiljanlegt að demantar urðu fullkomin afurð til þess að fjármagna stríðsrekstur. Mörg ríki í Afríku þar sem demantar finnast áttu þegar við spillingarvandamál að stríða og jafnvel minnstu steinarnir geta skilað inn miklum gróða. Demantar eru líka ein auðveldasta afurð í heimi til að smygla. Þeir eru oft agnarsmáir og finnast ekki í málmleitartækjum. Greg Campbell, sem skrifað hefur mikið um blóðdemanta benti á að það er augljós ástæða fyrir því að það er ekki til neitt í heiminum sem kallast “blóðtimbur”.Kimberely-ferlið Eftir blóðugar borgarastyrjaldir sem höfðu staðið yfir áratugum saman ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að skerast í leikinn og undirrituðu hið svokallaða Kimberely-ferli. Hugmyndin var að innlima nokkurs konar “vegabréfskerfi” fyrir hvern og einn demant og þar með væri hægt að rekja uppruna þeirra. Þær þjóðir sem taka þátt í Kimberley-ferlinu verða að gæta þess að þeir demantar sem eru keyptir eða seldir fjármagni ekki skæruliðahreyfingar. Lögmætt “Kimberely skírteini” verður síðan að fylgja öllum demöntum sem fluttir eru úr landi. Það væri að sjálfsögðu rangt að halda því fram að ferlið hafi ekki skilað neinum árangri. Talsmenn ferlisins segja að minna en 1% af öllum heimsins demöntum séu átakasteinar. Vandamálið er hins vegar skilgreiningin á því hvað telst vera blóðdemantur. Stríðsglæpir tengdir demöntum geta alveg og hafa átt sér stað án þess að skæruliðahreyfingar hafi eitthvað með þá að gera. Á undanförnum árum hafa voðaverk tengd demöntum verið framin víðsvegar í Afríku og hefur Kimberely-ferlið oftar en ekki staðið á hliðarlínunum aðgerðarlaust. Mannréttindasamtökin Global Witness greindu frá því árið 2010 að tveimur árum áður í Simbabve hafði her Roberts Mugabe ráðist inn í Marange demantanámurnar og drepið yfir 200 námuverkamenn í þeim tilgangi að ná stjórn á svæðinu. Herinn neyddi síðan heimamenn, börn meðtalin, að vinna fyrir sig og á næstu árum flutti Simbabve hundruð milljónir dala virði af demöntum frá þessu svæði. Samkvæmt reglum Kimberely hefði átt að reka Simbabve frá ferlinu og banna allan innflutning á demöntum frá landinu. Það var hins vegar ekki gert og afsakaði formaður samtakanna Bernard Esau það árið 2009 með því að benda á að Kimberely-ferlið væru ekki mannréttindasamtök. Simbabve er ekki einsdæmi. Skæruliðahreyfingin Seleka steypti ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldis af stóli árið 2013 og í kjölfar hófust blóðug átök milli múslima og kristinna. Skýrsla frá International Crisis Group skýrði frá því að uppreisnarhópar í norður og austurhluta landsins hefðu fengið mikið af sínu fjármagni frá demöntum. Námufyritæki í Angólu hafa einnig notað málaliða til að viðhalda stjórn á námusvæðum, oft með pyndingum eða morðum. Þar sem hershöfðingjar í Angólu eru oft hluthafar í þessum fyrirtækjum hafa mörg þeirra fengið afnot af hermönnum landsins. Það er því augljóst að þrátt fyrir átök Sameinuðu þjóðanna þá eru blóðdemantar langt frá því að heyra sögunni til.Staða Íslands Í Kimberely- ferlinu eru 54 mismunandi þjóðir og er Evrópusambandið talið sem einn aðilli. Ísland er hins vegar eina vestræna þjóðin sem er ekki þátttakandi að ferlinu og hefur lítið verið gert til að breyta þeirri stöðu. Höfundur hafði samband við flestar skartgripaverslanir í Reykjavík og í ljós kom að engin þeirra býður upp á upprunavottorð til að greina frá því hvaðan demantarnir þeirra koma. Flestir steinar virðast vera keyptir frá Antwerpen og eini pappírinn sem fylgir þeim er svokallað GIA (Gemological Institute of America) flokkunarskírteini. Morgunblaðið greindi frá því árið 2007 allir þeir sem seldu demanta hérlendis keyptu þá af viðurkenndum heildsölum erlendis. En þó svo að sölumenn á Íslandi treystu þeim aðilum þá skýrði það ekki alltaf uppruna vörunnar. 90% af öllum demöntum í heiminum eru slípaðir í borginni Surat á Indlandi og samkvæmt fréttablaðinu Times of India er þriðjung af öllum þeim demöntum smyglað þangað ólöglega frá Angóla, Fílabeinsströndinni, Kongó eða Simbabve. Blákalda staðreyndin er sú að blóðdemantar eru enn þá í umferð og á meðan heimurinn heldur áfram að hunsa þetta vandamál mun saklaust fólk halda áfram að þjást. Íslendingar hafa verið mjög duglegir undanfarin ár að berjast fyrir mannréttindum víðs vegar um heiminn en þetta er vígvöllur sem Ísland þarf að stiga á. Það er enn þá von fyrir Kimberely-ferlið að takast á við þetta vandamál, en ríkisstjórn Íslands getur lítið aðstoðað ef þjóðin ekki einu sinni hluti af baráttunni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun