Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2017 19:18 Hlutabréf Haga, sem rekjur meðal verslanir undir merkjum Bónus, hafa fallið í verði um 22 prósent frá opnun Costco í lok maí. vísir/anton brink Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira
Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira