Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2017 19:18 Hlutabréf Haga, sem rekjur meðal verslanir undir merkjum Bónus, hafa fallið í verði um 22 prósent frá opnun Costco í lok maí. vísir/anton brink Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira