Körfubolti

Carmen Tyson-Thomas í Skallagrím

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur.
Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur. vísir/anton

Skallagrímur landaði heldur betur feitum bita í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið samdi við bandaríska leikmanninn Carmen Tyson-Thomas.

Þessi magnaði leikmaður spilaði undanfarin tvö ár með Njarðvík en hún var stigahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra með 37 stig að meðaltali í leik.

Tyson-Thomas hefur verið hreint ótrúleg í Domino´s-deildinni undanfarin tvö tímabil og verið leikmaður vikunnar margsinnis. Samningi hennar var samt sem áður sagt upp hjá Njarðvík á síðustu leiktíð.

Fram kemur á Facebook-síðu Skallagríms að hún mun flytja með unnustu sinni í Borgarnesi með haustinu.

Skallagrímur var nýliði á síðustu leiktíð en komst í úrslit bikarsins og í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði í báðum keppnum fyrir Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.