Körfubolti

Carmen Tyson-Thomas í Skallagrím

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur.
Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur. vísir/anton
Skallagrímur landaði heldur betur feitum bita í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið samdi við bandaríska leikmanninn Carmen Tyson-Thomas.

Þessi magnaði leikmaður spilaði undanfarin tvö ár með Njarðvík en hún var stigahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra með 37 stig að meðaltali í leik.

Tyson-Thomas hefur verið hreint ótrúleg í Domino´s-deildinni undanfarin tvö tímabil og verið leikmaður vikunnar margsinnis. Samningi hennar var samt sem áður sagt upp hjá Njarðvík á síðustu leiktíð.

Fram kemur á Facebook-síðu Skallagríms að hún mun flytja með unnustu sinni í Borgarnesi með haustinu.

Skallagrímur var nýliði á síðustu leiktíð en komst í úrslit bikarsins og í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði í báðum keppnum fyrir Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.