Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:23 Vísir/Getty Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15