Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:41 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í dag ásamt Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóra OECD. vísir/eyþór Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira