Verkalýðshreyfingin vill ekki í Þjóðhagsráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Niðurstöður könnunar Efnahags og framfarastofnunarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Efnahagsstaðan er mjög góð að mati stofnunarinnar. Vísir/Ernir Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent