Verkalýðshreyfingin vill ekki í Þjóðhagsráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Niðurstöður könnunar Efnahags og framfarastofnunarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Efnahagsstaðan er mjög góð að mati stofnunarinnar. Vísir/Ernir Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur