Verkalýðshreyfingin vill ekki í Þjóðhagsráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Niðurstöður könnunar Efnahags og framfarastofnunarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í gær. Efnahagsstaðan er mjög góð að mati stofnunarinnar. Vísir/Ernir Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum. Þá þarf að stuðla að meira trausti á vinnumarkaði með því að fá aðila vinnumarkaðarins að þjóðhagsráði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Skýrslan var kynnt í fjármálaráðuneytinu í gær. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa átt samtal við aðila vinnumarkaðarins um þetta. Hingað til hafi aðilar vinnumarkaðarins ekki viljað taka þátt í starfsemi þjóðhagsráðsins. Gylfi Arnbjörnsson segir ástæðuna vera þá að umræðan um efnahagsmál verði ekki skilin frá umræðunni um félagslegan stöðugleika og velferðarmál. Þetta séu tvær hliðar á sama peningnum. En þegar umræðan snúist um það að tryggja stöðugleikann fari hún alltaf að snúast um að skera niður ríkisútgjöld.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„En það er ekki eina leiðin til að bregðast við þenslu. Það er miklu skilvirkara að bregðast við þenslu með sköttum. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við. Og ef það er þannig að ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það megi ekki hreyfa við sköttunum, ríkisstjórnin mótar sér stefnu um að það eigi að fara í miklar vegaframkvæmdir og innviðaframkvæmdir, þá er bara eitt eftir. Það er almennur rekstur ríkisins, velferðarkerfið,“ segir hann. Gylfi segir þetta vera merkilegt í ljósi þess að íslenska ríkisstjórnin, sem hafi ekki viljað tengja saman efnahagsmál og velferðarráð, sé aðili að tillögu Norðurlandanna um að Norðurlöndin verði viðurkennd inn í svokallaðan G20 hóp. Þar inni sé tillaga um að það þurfi að auka vægi velferðarmála í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu. „Þeir eru kröfugerðarmenn þessarar stefnu erlendis en neita að taka þátt í henni hér heima. Gylfi segir að ef ekki sé vilji til þess að horfa til ábyrgðar stjórnvalda og seðlabanka á stöðu velferðarmála þá ætli ASÍ ekki að láta binda sig í einhverju sem snýr að ábyrgð efnahagsmála. Hvað er þjóðhagsráð? Þjóðhagsráð er skipað fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Markmið þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira