Körfubolti

LeBron ekki spenntur fyrir að keppa í þriggja manna bolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty

Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 verður keppt í þriggja manna körfubolta og körfuboltastjarnan LeBron James veit hverja hann myndi velja í sitt lið.

LeBron segist vera spenntastur fyrir því að keppa í slíkri útgáfu af körfubolta með Michael Jordan og Magic Johnson. Það er aftur á móti aldrei að fara að gerast enda Jordan og Magic löngu hættir. Þeir yrðu að gera það heima hjá sér.

LeBron segist þurfa umhugsunartíma til þess að velja í liðið með núverandi leikmönnum. Hann er þess utan ekki spenntur fyrir þessu móti.

„Ég er ekkert mjög góður í 3 á móti 3. Ég er meira 5 á móti 5 gæi. Ég sleppi 1 á 1, 2 á 2 og 3 á móti 3 á æfingum. Ég mun ekki taka þátt í þessu móti,“ segir LeBron.

Það verða fjórir í liði á ÓL. Þrír inn á og einn varamaður. Spilað er upp í 21 eða það lið vinnur sem er yfir eftir 10 mínútur.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.