Körfubolti

LeBron ekki spenntur fyrir að keppa í þriggja manna bolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 verður keppt í þriggja manna körfubolta og körfuboltastjarnan LeBron James veit hverja hann myndi velja í sitt lið.

LeBron segist vera spenntastur fyrir því að keppa í slíkri útgáfu af körfubolta með Michael Jordan og Magic Johnson. Það er aftur á móti aldrei að fara að gerast enda Jordan og Magic löngu hættir. Þeir yrðu að gera það heima hjá sér.

LeBron segist þurfa umhugsunartíma til þess að velja í liðið með núverandi leikmönnum. Hann er þess utan ekki spenntur fyrir þessu móti.

„Ég er ekkert mjög góður í 3 á móti 3. Ég er meira 5 á móti 5 gæi. Ég sleppi 1 á 1, 2 á 2 og 3 á móti 3 á æfingum. Ég mun ekki taka þátt í þessu móti,“ segir LeBron.

Það verða fjórir í liði á ÓL. Þrír inn á og einn varamaður. Spilað er upp í 21 eða það lið vinnur sem er yfir eftir 10 mínútur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×