Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2017 07:00 Til stendur að opna 120 til 160 herbergja hótel í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Verslunar- og veitingarými verða á jarðhæð hússins. Mynd/Reitir Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Fasteignafélagið Reitir hefur að undanförnu átt í viðræðum við keðjuna og er stefnt að undirritun samninga síðar í sumar. Reitir vinna að því að breyta gamla sjónvarpshúsinu í hótel. Áform félagsins eru að stækka húsið þannig að það verði um 6.700 fermetrar að stærð, en húsið er nú um 4.100 fermetrar. Til stendur að rífa núverandi skemmu á baklóð hússins, byggja ofan á núverandi austurálmu og mögulega hækka húsið um eina hæð. Gert er ráð fyrir að fjöldi hótelherbergja verði á bilinu 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.Guðjón Auðunsson, forstjóri ReitaSkipulagsyfirvöld í Reykjavík ákváðu í fyrra að efna til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum, þar á meðal athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt, en þar stendur til að byggja um 320 til 350 íbúðir á næstu árum. Um leið mun Hekla flytja höfuðstöðvar sínar í Suður-Mjódd. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr samkeppninni liggi fyrir síðar í mánuðinum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið að í kjölfarið verði lagt mat á verðlaunatillöguna og útfærsla fundin sem allir hlutaðeigandi geti orðið ásáttir um. „Síðan verður unnið deiliskipulag á grundvelli tillögunnar og þegar þeirri vinnu er lokið geta menn hafið framkvæmdir. Þetta er bara í ákveðnu ferli og við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna,“ nefnir hann. Ekki verður skrifað undir samninga við hótelkeðjuna fyrr en niðurstöður úr samkeppninni liggja fyrir og aðrar forsendur ganga eftir. Auglýst var eftir rekstraraðilum að hótelinu síðasta haust og reyndist áhuginn mikill. Heimildir Fréttablaðsins herma að þekkt alþjóðleg keðja, sem hefur aldrei rekið hótel á Íslandi, hafi orðið fyrir valinu og eru samningaviðræður langt komnar. Fjölmörg fyrirtæki og samtök eru sem stendur í gamla sjónvarpshúsinu og má þar meðal annars nefna UNICEF á Íslandi, Red Chili, Sagaevents og Félag Sameinuðu þjóðanna. Laugavegur 176 stendur meðfram samgöngu- og þróunarás þar sem áætlað er að hin nýja Borgarlína muni liggja. Áðurnefnd samkeppni snýr að framtíðarskipulagi reitsins sem nær frá Laugavegi 168 til 176. Gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir blandaðri byggð, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á svæðinu til framtíðar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Fasteignafélagið Reitir hefur að undanförnu átt í viðræðum við keðjuna og er stefnt að undirritun samninga síðar í sumar. Reitir vinna að því að breyta gamla sjónvarpshúsinu í hótel. Áform félagsins eru að stækka húsið þannig að það verði um 6.700 fermetrar að stærð, en húsið er nú um 4.100 fermetrar. Til stendur að rífa núverandi skemmu á baklóð hússins, byggja ofan á núverandi austurálmu og mögulega hækka húsið um eina hæð. Gert er ráð fyrir að fjöldi hótelherbergja verði á bilinu 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.Guðjón Auðunsson, forstjóri ReitaSkipulagsyfirvöld í Reykjavík ákváðu í fyrra að efna til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum, þar á meðal athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt, en þar stendur til að byggja um 320 til 350 íbúðir á næstu árum. Um leið mun Hekla flytja höfuðstöðvar sínar í Suður-Mjódd. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr samkeppninni liggi fyrir síðar í mánuðinum. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir í samtali við blaðið að í kjölfarið verði lagt mat á verðlaunatillöguna og útfærsla fundin sem allir hlutaðeigandi geti orðið ásáttir um. „Síðan verður unnið deiliskipulag á grundvelli tillögunnar og þegar þeirri vinnu er lokið geta menn hafið framkvæmdir. Þetta er bara í ákveðnu ferli og við vonumst til þess að það haldi sínum takti og að við getum hafið framkvæmdir þarna fyrr en seinna,“ nefnir hann. Ekki verður skrifað undir samninga við hótelkeðjuna fyrr en niðurstöður úr samkeppninni liggja fyrir og aðrar forsendur ganga eftir. Auglýst var eftir rekstraraðilum að hótelinu síðasta haust og reyndist áhuginn mikill. Heimildir Fréttablaðsins herma að þekkt alþjóðleg keðja, sem hefur aldrei rekið hótel á Íslandi, hafi orðið fyrir valinu og eru samningaviðræður langt komnar. Fjölmörg fyrirtæki og samtök eru sem stendur í gamla sjónvarpshúsinu og má þar meðal annars nefna UNICEF á Íslandi, Red Chili, Sagaevents og Félag Sameinuðu þjóðanna. Laugavegur 176 stendur meðfram samgöngu- og þróunarás þar sem áætlað er að hin nýja Borgarlína muni liggja. Áðurnefnd samkeppni snýr að framtíðarskipulagi reitsins sem nær frá Laugavegi 168 til 176. Gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir blandaðri byggð, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á svæðinu til framtíðar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira