Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 08:15 Guðmundur var einn og yfirgefinn eftir vonbrigðin á HM í janúar. Í kjölfarið hætti hann með landsliðið. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30