Eignarnámið vegna Kröflulínu innan ramma laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:13 Eitt af möstrum Kröflulínu 4 rís á móts við Gæsafjöll. Landsneti hf. er heimilt að framkvæma eignarnám vegna lagningar tveggja 220 kV háspennulína, nefndar Kröflulínur 4 og 5, sem ráðgert er að muni liggja samsíða í óskiptu landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars síðastliðnum. Undirbúningur að framkvæmdum tengdum lagningu Kröflulína 4 og 5 hefur staðið í langan tíma, en með þeim hyggst Landsnet tengja iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík og Þeistareykjavirkjun við Kröfluvirkjun. Í því skyni að semja við landeigendur Reykjahlíðar um lagningu línanna um jörðina boðaði lögmaður Landsnets fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins Landeigendur Reykjahlíðar ehf., sem er að öllu leyti í eigu þinglýstra landeigenda Reykjahlíðar, til funda árið 2014. Þar var því lýst að tilgangur þeirraværi einkum sá að hefja samningaviðræður við landeigendur með því að kynna „fyrirhugaða framkvæmd, drög að samkomulagi ásamt tillögu að uppgjöri bóta.“Sjá einnig: Eignarnám heimilað vegna KröflulínuÁ fundi 6. október 2014 undirrituðu fulltrúar landeigendafélagsins undir tilboð Landsnets vegna óskipts lands Reykjahlíðar en síðar kom í ljós að félagið skorti umboð tíu landeigenda að jörðinni. Í kjölfarið tóku við tilraunir til að boða til nýrra sáttafunda en mæting landeigenda var stopul. Því leitaði Landsnet, að loknu löngu samningaferli, eftir heimild atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til eignarnáms sem það veitti í október síðastliðnum. Þessa heimild kærðu tveir landeigandanna og var þeim dæmt í óhag í héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Landsnet hafi reynt með fullnægjandi hætti að semja við landeigendurna bæði fyrir og eftir að beiðni um eignarnám var lögð fram. Þá hafi þeir fengið næg tækifæri til að koma að andmælum vegna eignarnámsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm sem fyrr segir. Er landeigendunum gert að greiða Landsneti og íslenska ríkinu hvoru um sig milljón krónur í málskostnað. Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Landsneti hf. er heimilt að framkvæma eignarnám vegna lagningar tveggja 220 kV háspennulína, nefndar Kröflulínur 4 og 5, sem ráðgert er að muni liggja samsíða í óskiptu landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars síðastliðnum. Undirbúningur að framkvæmdum tengdum lagningu Kröflulína 4 og 5 hefur staðið í langan tíma, en með þeim hyggst Landsnet tengja iðnaðarsvæði á Bakka við Húsavík og Þeistareykjavirkjun við Kröfluvirkjun. Í því skyni að semja við landeigendur Reykjahlíðar um lagningu línanna um jörðina boðaði lögmaður Landsnets fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins Landeigendur Reykjahlíðar ehf., sem er að öllu leyti í eigu þinglýstra landeigenda Reykjahlíðar, til funda árið 2014. Þar var því lýst að tilgangur þeirraværi einkum sá að hefja samningaviðræður við landeigendur með því að kynna „fyrirhugaða framkvæmd, drög að samkomulagi ásamt tillögu að uppgjöri bóta.“Sjá einnig: Eignarnám heimilað vegna KröflulínuÁ fundi 6. október 2014 undirrituðu fulltrúar landeigendafélagsins undir tilboð Landsnets vegna óskipts lands Reykjahlíðar en síðar kom í ljós að félagið skorti umboð tíu landeigenda að jörðinni. Í kjölfarið tóku við tilraunir til að boða til nýrra sáttafunda en mæting landeigenda var stopul. Því leitaði Landsnet, að loknu löngu samningaferli, eftir heimild atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til eignarnáms sem það veitti í október síðastliðnum. Þessa heimild kærðu tveir landeigandanna og var þeim dæmt í óhag í héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að Landsnet hafi reynt með fullnægjandi hætti að semja við landeigendurna bæði fyrir og eftir að beiðni um eignarnám var lögð fram. Þá hafi þeir fengið næg tækifæri til að koma að andmælum vegna eignarnámsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm sem fyrr segir. Er landeigendunum gert að greiða Landsneti og íslenska ríkinu hvoru um sig milljón krónur í málskostnað.
Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira