Viðskipti innlent

Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore

Haraldur Guðmundsson skrifar
Lækkun olíuverðs hefur haft áhrif á verkefnastöðu Fáfnis Off­shore. Íslenskir lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Íslandsbanki eru í hluthafahópi þess.
Lækkun olíuverðs hefur haft áhrif á verkefnastöðu Fáfnis Off­shore. Íslenskir lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Íslandsbanki eru í hluthafahópi þess. Mynd/Fáfnir
Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. Stjórnendur Fáfnis segja að Steingrímur hafi ekki staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagnkröfu.

Valdemar Johansen, lögmaður Steingríms, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að forstjórinn fyrrverandi hafi stefnt Fáfni sökum meintra vanefnda á greiðslu uppsagnarfrests sem hann hafi átt rétt á samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt svari Fáfnis Offshore við fyrirspurn blaðsins byggir gagnkrafa fyrirtækisins á því að Steingrímur hafi ekki skilið við félagið líkt og samningurinn hljóðaði upp á. Forstjórinn fyrrverandi hafi tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis og brotið trúnaðarskyldu.

Fyrirtaka í máli Steingríms gegn Fáfni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. júní. Þá verður liðið rúmt eitt og hálf ár síðan Steingrími, stofnanda og hluthafa í Fáfni Offshore, var sagt upp störfum. Steingrímur var fram að desember 2015 andlit fyrirtækisins út á við en Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis, tók þá við framkvæmdastjórastarfinu um stutt skeið. Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel.Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis Offshore
Stjórn Fáfnis hefur tvisvar ráðist í skuldabréfaútgáfu upp á samtals 345 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Eignarhlutur Haldleysis, einkahlutafélags í eigu Steingríms, í Fáfni Offshore hefur því minnkað úr 21 prósenti í árslok 2015 í rétt rúm tíu prósent, en hann hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfunum. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.