Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júní 2017 07:00 Lækkun olíuverðs hefur haft áhrif á verkefnastöðu Fáfnis Offshore. Íslenskir lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Íslandsbanki eru í hluthafahópi þess. Mynd/Fáfnir Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. Stjórnendur Fáfnis segja að Steingrímur hafi ekki staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagnkröfu. Valdemar Johansen, lögmaður Steingríms, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að forstjórinn fyrrverandi hafi stefnt Fáfni sökum meintra vanefnda á greiðslu uppsagnarfrests sem hann hafi átt rétt á samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt svari Fáfnis Offshore við fyrirspurn blaðsins byggir gagnkrafa fyrirtækisins á því að Steingrímur hafi ekki skilið við félagið líkt og samningurinn hljóðaði upp á. Forstjórinn fyrrverandi hafi tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis og brotið trúnaðarskyldu. Fyrirtaka í máli Steingríms gegn Fáfni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. júní. Þá verður liðið rúmt eitt og hálf ár síðan Steingrími, stofnanda og hluthafa í Fáfni Offshore, var sagt upp störfum. Steingrímur var fram að desember 2015 andlit fyrirtækisins út á við en Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis, tók þá við framkvæmdastjórastarfinu um stutt skeið. Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel.Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis OffshoreStjórn Fáfnis hefur tvisvar ráðist í skuldabréfaútgáfu upp á samtals 345 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Eignarhlutur Haldleysis, einkahlutafélags í eigu Steingríms, í Fáfni Offshore hefur því minnkað úr 21 prósenti í árslok 2015 í rétt rúm tíu prósent, en hann hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. Stjórnendur Fáfnis segja að Steingrímur hafi ekki staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagnkröfu. Valdemar Johansen, lögmaður Steingríms, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að forstjórinn fyrrverandi hafi stefnt Fáfni sökum meintra vanefnda á greiðslu uppsagnarfrests sem hann hafi átt rétt á samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt svari Fáfnis Offshore við fyrirspurn blaðsins byggir gagnkrafa fyrirtækisins á því að Steingrímur hafi ekki skilið við félagið líkt og samningurinn hljóðaði upp á. Forstjórinn fyrrverandi hafi tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis og brotið trúnaðarskyldu. Fyrirtaka í máli Steingríms gegn Fáfni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. júní. Þá verður liðið rúmt eitt og hálf ár síðan Steingrími, stofnanda og hluthafa í Fáfni Offshore, var sagt upp störfum. Steingrímur var fram að desember 2015 andlit fyrirtækisins út á við en Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis, tók þá við framkvæmdastjórastarfinu um stutt skeið. Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel.Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis OffshoreStjórn Fáfnis hefur tvisvar ráðist í skuldabréfaútgáfu upp á samtals 345 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Eignarhlutur Haldleysis, einkahlutafélags í eigu Steingríms, í Fáfni Offshore hefur því minnkað úr 21 prósenti í árslok 2015 í rétt rúm tíu prósent, en hann hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira