Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 20:42 Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. vísir/vilhelm Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26