Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2017 08:30 Bréf Nýherja hafa hækkað í virði um 58 prósent frá áramótum. Vísir/Vilhelm Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. Þetta er þriðja skráða fyrirtækið í Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Wellington Management komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa en fyrr á árinu eignuðust þeir talsverða eignarhluti í N1 og Símanum. Sjóðurinn Wellington Trust Company National Association, sem eignaðist hlut sinn í Nýherja núna í maímánuði, er þannig tólfti stærsti hluthafi félagsins en miðað við núverandi gengi bréfa Nýherja er hluturinn metinn á um 265 milljónir. Markaðsvirði Nýherja er um 14,9 milljarðar – aðeins Skeljungur er með lægra markaðsvirði af skráðum félögum í Kauphöllinni – en gengi bréfa upplýsingatæknifyrirtækisins hefur hækkað um liðlega 58 prósent frá áramótum. Tekjur Nýherja jukust um 20 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og námu um fjórum milljörðum. Það er ekki síst góður árangur í hugbúnaðartengdri starfsemi Nýherja, meðal annars hjá dótturfélaginu Tempo, sem hefur dregið vagninn í tekjuvextinum. Á árinu 2016 námu tekjur Tempo um 13 milljónum dala og jukust um 40 prósent á milli ára. Á fyrsta fjórðungi var tekjuaukningin 46 prósent. Nýherji skoðar nú þann möguleika að selja meirihluta hlutafjár í Tempo. Fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum námu 19 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. Þetta er þriðja skráða fyrirtækið í Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Wellington Management komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa en fyrr á árinu eignuðust þeir talsverða eignarhluti í N1 og Símanum. Sjóðurinn Wellington Trust Company National Association, sem eignaðist hlut sinn í Nýherja núna í maímánuði, er þannig tólfti stærsti hluthafi félagsins en miðað við núverandi gengi bréfa Nýherja er hluturinn metinn á um 265 milljónir. Markaðsvirði Nýherja er um 14,9 milljarðar – aðeins Skeljungur er með lægra markaðsvirði af skráðum félögum í Kauphöllinni – en gengi bréfa upplýsingatæknifyrirtækisins hefur hækkað um liðlega 58 prósent frá áramótum. Tekjur Nýherja jukust um 20 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og námu um fjórum milljörðum. Það er ekki síst góður árangur í hugbúnaðartengdri starfsemi Nýherja, meðal annars hjá dótturfélaginu Tempo, sem hefur dregið vagninn í tekjuvextinum. Á árinu 2016 námu tekjur Tempo um 13 milljónum dala og jukust um 40 prósent á milli ára. Á fyrsta fjórðungi var tekjuaukningin 46 prósent. Nýherji skoðar nú þann möguleika að selja meirihluta hlutafjár í Tempo. Fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum námu 19 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira