Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 20:42 Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. vísir/vilhelm Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26