Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 08:57 Vísir/Eyþór Salan á Arion-banka er sögð í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé vegna þess að fyrirtækið telji alþjóðlega orðsporsáhættu felast í því ef Fjármálaeftirlitið hafnar beiðninni. Och-Ziff Capital er einn stærsti stærsti eigandi Kaupþings en vogunarsjóðurinn var í hópi félaga sem keypti um 30 prósenta hlut í bankanum í mars síðastliðnum. Tvö félaganna sem keyptu á sama tíma, Taconic Capital (9,99%) og Attestor Capital (9,99%), tilkynntu FME að þau hygðust fara með virkan eignarhlut í bankanum, hvort í sínu lagi. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki telst virkur eignarhlutur vera 10% eða meira. Och-Ziff keypti um 6,6% hlut sem fyrr segir en er meðal stærstu eigenda Kaupþings og fer því yfir 10% mörkin sem beinn og óbeinn eigandi að bankanum.Sjá einnig: Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30% í Arion Í tilkynningu sem Arion sendi frá sér í tenglsum við kaupin á 6,6% hlutnum segir að Och-Ziff sé eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar og að virði eigna í stýringu þess sé um 34 milljarðar dollara. Meðal fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir, sjóðasjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir, einkabankar og fjársterkir einstaklingar. Mun fyrirtækið hafa fengið óformleg skilaboð frá íslenskum eftirlitsaðilum um að hætta væri á að það yrði ekki metið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Er það ekki síst vegna þess að fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mánuðum, eins og Vísir hefur greint frá. Þannig lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk, degi eftir kaupin en félagið fór þá fór úr BB+ í BB. Þá var félagið dæmt til að greiða vegna mútuhneykslis sem teygði sig til fimm Afríkuríkja og félst Och-Ziff á að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 21,3 milljarða íslenskra króna.Forsvarsmann Och-Ziff meta það sem svo að það sé vart á orðsporsvandann bætandi hafni FME beiðni félagsins um virkan eignarhlut. Það gæti komið til með að smitast út í aðra starfsemi sjóðsins sem skráður er í kauphöllina í New York. Tengdar fréttir Vogunarsjóðir með kauprétt á 22 prósenta hlut í Arion fram í september Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. 24. maí 2017 07:00 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Salan á Arion-banka er sögð í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé vegna þess að fyrirtækið telji alþjóðlega orðsporsáhættu felast í því ef Fjármálaeftirlitið hafnar beiðninni. Och-Ziff Capital er einn stærsti stærsti eigandi Kaupþings en vogunarsjóðurinn var í hópi félaga sem keypti um 30 prósenta hlut í bankanum í mars síðastliðnum. Tvö félaganna sem keyptu á sama tíma, Taconic Capital (9,99%) og Attestor Capital (9,99%), tilkynntu FME að þau hygðust fara með virkan eignarhlut í bankanum, hvort í sínu lagi. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki telst virkur eignarhlutur vera 10% eða meira. Och-Ziff keypti um 6,6% hlut sem fyrr segir en er meðal stærstu eigenda Kaupþings og fer því yfir 10% mörkin sem beinn og óbeinn eigandi að bankanum.Sjá einnig: Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30% í Arion Í tilkynningu sem Arion sendi frá sér í tenglsum við kaupin á 6,6% hlutnum segir að Och-Ziff sé eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar og að virði eigna í stýringu þess sé um 34 milljarðar dollara. Meðal fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir, sjóðasjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir, einkabankar og fjársterkir einstaklingar. Mun fyrirtækið hafa fengið óformleg skilaboð frá íslenskum eftirlitsaðilum um að hætta væri á að það yrði ekki metið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Er það ekki síst vegna þess að fyrirtækið hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu mánuðum, eins og Vísir hefur greint frá. Þannig lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk, degi eftir kaupin en félagið fór þá fór úr BB+ í BB. Þá var félagið dæmt til að greiða vegna mútuhneykslis sem teygði sig til fimm Afríkuríkja og félst Och-Ziff á að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 21,3 milljarða íslenskra króna.Forsvarsmann Och-Ziff meta það sem svo að það sé vart á orðsporsvandann bætandi hafni FME beiðni félagsins um virkan eignarhlut. Það gæti komið til með að smitast út í aðra starfsemi sjóðsins sem skráður er í kauphöllina í New York.
Tengdar fréttir Vogunarsjóðir með kauprétt á 22 prósenta hlut í Arion fram í september Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. 24. maí 2017 07:00 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Vogunarsjóðir með kauprétt á 22 prósenta hlut í Arion fram í september Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. 24. maí 2017 07:00
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10
Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00