Körfubolti

ESPN: San Antonio kannar möguleikann á að fá Chris Paul

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár.
Chris Paul hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. vísir/getty
San Antonio Spurs kannar núna möguleikann á því að fá leikstjórnandann Chris Paul til liðsins. ESPN greinir frá.

Paul á eitt ár eftir af samningi sínum við Los Angeles Clippers sem hann hefur leikið með frá árinu 2012.

San Antonio er hins vegar vandi á höndum því liðið er nánast ekki með neitt pláss undir launaþakinu. Það þyrfti því að taka til í leikmannahópnum til að fá Paul til sín.

Clippers getur boðið betur en San Antonio en Paul á kost á því að fá fimm ára samning að verðmæti 205 milljónum dollara hjá Los Angeles-liðinu í sumar.

Paul gæti þó verið orðinn þreyttur á ástandinu hjá Clippers en á fimm árum hans hjá félaginu hefur það aldrei komist lengra en í undanúrslit Vesturdeildarinnar.

Paul hefur verið í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar undanfarin áratug. Hann skoraði 18,1 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×