KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2017 06:00 Svartir búningar Akureyrar sjást ekki framar. vísir/stefán Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira