Þjálfari Cleveland: Cavs-Warriors eins og Celtics-Lakers á níunda áratugnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 12:30 Larry Bird og Magic Johnson mættust oft í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð. NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð.
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira