Hinar íslensku Super Bowl auglýsingar: Í tísku að keyra á tilfinningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 12:45 Auglýsingar Lottó, Icelandair og Vís hafa vakið athygli fólks. Skjáskot Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“ Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“
Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent