Hinar íslensku Super Bowl auglýsingar: Í tísku að keyra á tilfinningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 12:45 Auglýsingar Lottó, Icelandair og Vís hafa vakið athygli fólks. Skjáskot Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“ Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Fjórar stórar íslenskar auglýsingar voru frumsýndar síðastliðinn þriðjudag þegar fyrri forkeppni Eurovision var sýnd á RÚV. Framkvæmdastjóri EnnEmm auglýsingastofu segir að Eurovision sé auglýsingahátíð Íslendinga, líkt og Super Bowl er fyrir Bandaríkjamenn. Þar hefur auglýsing Icelandair vakið mesta athygli þar sem Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki, en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. Auglýsingin rímar við auglýsingu flugfélagsins frá því í fyrra þegar karlalandsliðið var í aðalhlutverki, en Stelpurnar okkar keppa á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi í sumar.Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 Auk Icelandair auglýsingarinnar vakti auglýsing Lottó gríðarlega mikla athygli þar sem ungur drengur prófar sig áfram í íþróttum og í lokin kemur í ljós að hann er orðinn blindur þegar hann hefur fundið sína hillu í lífinu, sund. Þá hefur auglýsing VÍS tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og hefur verið í mikilli dreifingu á Instagram, til dæmis. Þar sjást ungir söngvarar syngja Í síðasta skipti með söngvaranum Friðriki Dór af mikilli innlifun. Ákveðin stemning EnnEmm auglýsingastofa framleiddi þrjár þessara auglýsinga sem frumsýndar voru á þriðjudaginn. Á vef stofunnar segir að Eurovision sé hið íslenska Super Bowl en auglýsingar sem framleiddar eru fyrir Super Bowl vekja jafnan athygli um allan heim og skarta skærustu stjörnunum úr heimi íþrótta og skemmtanaiðnaðarins. „Það er bara mjög gott áhorf,“ segir Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri EnnEmm, aðspurður hvað það er sem gerir Eurovision að okkar Super Bowl. „Það er svo einfalt. Fólk er í ákveðinni stemningu, kemst í Eurovision gírinn þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið. Þetta er að verða stærra en áramótaskaupið, en þar er náttúrulega stór hluti af þjóðinni sem man ekkert eftir hvað gerist þar. Á þessum tíma er þetta fjölskyldustund og fólkið er í góðum fíling. Svo er áhorfið komið yfir 70 prósent.“Sjá einnig: Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Hann segir mikið lagt upp úr því og að það sé bæði í tísku hér á landi sem og erlendis að keyra á tilfinningar fólks og segja sögur. „Að kalla fram tilfinningar, ef auglýsingin kallar ekki fram tilfinningar þá fer hún bara í gegn og þú manst ekkert eftir henni.“En nú er ísland dottið úr Eurovision, er stóra keppnin enn jafn mikið auglýsingaslot? „Já, áhorfið virðist ekkert detta niður á laugardeginum þó að Ísland falli úr keppni, heldur er það í raun og veru að aukast. Það er bara Eurovision æði hérna og nú heldur fólk bara með öðrum þjóðum.“
Tengdar fréttir Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56 Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum "Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík. 11. maí 2017 09:56
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45