Vandratað einstigi Stjórnarmaðurinn skrifar 14. maí 2017 11:00 Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira
Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira