Vandratað einstigi Stjórnarmaðurinn skrifar 14. maí 2017 11:00 Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira