Vandratað einstigi Stjórnarmaðurinn skrifar 14. maí 2017 11:00 Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira