Handbolti

Víkingar fá sæti í efstu deild karla sem verður skipuð tólf liðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar spila í efstu deild á næsta tímabili.
Víkingar spila í efstu deild á næsta tímabili. vísir/anton

Tólf lið munu spila í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili. Efsta deild kvenna verður áfram skipuð átta liðum.

Í fréttatilkynningu frá HSÍ kemur fram að mótanefnd hafi borist þátttökutilkynning frá 28 karlaliðum og 17 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2017-2018.

Í karlaflokki koma tvö ný félög inn, Hvíti Riddarinn og KA, ásamt því að ungmennaliðum fjölgar um sex. Hamrarnir og KR hafa hætt keppni.

Í karlaflokki verður því leikið í þremur deildum og munu 12 lið verða í úrvalsdeild (Stjarnan og Víkingur fá sæti í úrvalsdeild vegna fjölgunar), átta lið í 1. deild og átta lið í 2. deild. Tvöföld umferð verður leikin í efstu deild en þreföld í neðri tveim deildunum.

Í kvennaflokki verða áfram átta lið í úrvalsdeild og níu lið í 1. deild. Leikin verður þreföld umferð í báðum deildum.

Deildaskipting á næsta tímabili er eftirfarandi:

Úrvalsdeild karla
Afturelding
FH
Fjölnir
Fram
Grótta
Haukar
ÍBV
ÍR
Selfoss
Stjarnan
Valur
Víkingur

1. deild karla
Akureyri
HK
ÍBV U
KA
Mílan
Stjarnan U
Valur U
Þróttur

2. deild karla
Akureyri U
FH U
Fram U
Grótta U
Haukar U
HK U
Hvíti riddarinn
ÍR U

Úrvalsdeild kvenna
Fjölnir
Fram
Grótta
Haukar
ÍBV
Selfoss
Stjarnan
Valur
Víkingur

1. deild kvenna
Afturelding
FH
Fram U
Fylkir
HK
ÍR
KA/Þór
Valur U


Tengdar fréttir

KR leggur handboltaliðið niður

KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor.

KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan

Samstarf KA og Þórs í handbolta karla heyrir sögunni til. Bæði lið hefja leik í 1. deildinni næsta vetur. KA-menn vildu slíta samstarfinu en ekki Þórsarar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.