Seðlabankinn lækkar stýrivexti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2017 08:56 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Eyþór Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir jafnframt að horfur séu „á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra og bæði árin umfram það sem spáð var í febrúar. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. Á móti aukinni spennu vegur hækkun gengis krónunnar. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.“ Þá segir að „traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn,“ en tilkynningu bankans má sjá í heild sinni hér að neðan:Horfur eru á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra og bæði árin umfram það sem spáð var í febrúar. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. Á móti aukinni spennu vegur hækkun gengis krónunnar. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.Verðbólga mældist 1,9% í apríl, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Undirliggjandi verðbólga virðist hins vegar heldur hafa minnkað undanfarna mánuði. Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Tveir gagnstæðir kraftar hafa áhrif á verðbólguhorfur. Spenna í þjóðarbúskapnum hefur reynst meiri en spáð var en á móti vegur hærra gengi krónunnar. Verðbólguhorfur fyrir þetta og næsta ár hafa batnað en versnað þegar líður á spátímann.Skýr merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Raunvextir bankans hafa hækkað lítillega frá síðasta fundi peningastefnunefndar. Þá felur gengishækkun krónunnar einnig í sér aukið aðhald.Seðlabankinn hefur dregið úr inngripum á gjaldeyrismarkaði í ljósi rúmrar forðastöðu enda er gengishækkunin talin endurspegla undirliggjandi efnahagsþróun. Seðlabankinn mun eftir sem áður grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem hann telur tilefni til.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn. Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir jafnframt að horfur séu „á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra og bæði árin umfram það sem spáð var í febrúar. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. Á móti aukinni spennu vegur hækkun gengis krónunnar. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.“ Þá segir að „traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn,“ en tilkynningu bankans má sjá í heild sinni hér að neðan:Horfur eru á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra og bæði árin umfram það sem spáð var í febrúar. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. Á móti aukinni spennu vegur hækkun gengis krónunnar. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.Verðbólga mældist 1,9% í apríl, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Undirliggjandi verðbólga virðist hins vegar heldur hafa minnkað undanfarna mánuði. Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Tveir gagnstæðir kraftar hafa áhrif á verðbólguhorfur. Spenna í þjóðarbúskapnum hefur reynst meiri en spáð var en á móti vegur hærra gengi krónunnar. Verðbólguhorfur fyrir þetta og næsta ár hafa batnað en versnað þegar líður á spátímann.Skýr merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Raunvextir bankans hafa hækkað lítillega frá síðasta fundi peningastefnunefndar. Þá felur gengishækkun krónunnar einnig í sér aukið aðhald.Seðlabankinn hefur dregið úr inngripum á gjaldeyrismarkaði í ljósi rúmrar forðastöðu enda er gengishækkunin talin endurspegla undirliggjandi efnahagsþróun. Seðlabankinn mun eftir sem áður grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem hann telur tilefni til.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.
Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira